Tjaldbúðin - 01.01.1900, Blaðsíða 14

Tjaldbúðin - 01.01.1900, Blaðsíða 14
12 — Fort Rouge 7. okt. og færði mjer dýrmæta vina- gjöf (Fountain Pen). Önnur skilnaðarveizla var mjer haldin í húsi herra Guðjóns Jónssonar 4. nóv. Þar færðu nokkrir meðlimir Tjaldbúðar- safnaðar mjer dýrmæta vinagjöf (gullúr). Sunnudaginn 5. nóv. kvaddi jeg Tjaldbúðar- söfnuð. Þá hjelt jeg skilnaðarræðu mína í Tjald- búðinni. Eptir guðsþjónustuna var skotið á fundi. Safnaðarmenn færðu mjer fögur og hjartnæm þakkar- og skilnaðarorð. Fyrir hönd safnaðarins töluðu: Herra J. Gottskálksson, herra Kristján A. Benediktsson, herra G. Jónsson, herra S. Ein- arsson og af utansafnaðarmönnum herra B. L. Baldwinson. Og 6. nóv. 1899 fór jeg alfarinn frá Winnipeg. 9. nóv. skrifaði jeg kveðjubrjef til »Hins fyrsta íslenzka unglingafjelags« frá Montreal. Tjald- búðarsöfnuði skrifaði jeg ferðabrjef frá Kaup- mannahöfn 23. nóv. Sunnudagsskólunum í Tjald- búðinni og í Fort Rouge skrifaði jeg jólabrjef frá Kaupmannah'öfn 6. des. Kvennfjelagi Tjaldbúð- arsafnaðar og kvennfjelaginu »Gleym mjer ei« skrifaði jeg nýársbijef frá Kaupmannahöfn 21. des. Þessi kveðjubijef frá mjer eru prentuð í »Heimskringlu« (16. nóv., 14. des,, 28. des. !% 1899 og jan. 1900).

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.