Tjaldbúðin - 01.12.1900, Page 5

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Page 5
I. Bindindistala* Texti: Daníel, 5. kap. Það er nótt. Drottning dagsins, sólin, hefur gengið lil hvíldar. Geislar hennar lýsa eigi lengur Babýlonarborg. Þeir spegla sig eigi lengur í spegil- fðgru stórfljóti, er skiptir borg þessari í tvo hluta. I’eir leika sér eigi lengur á blómlegum ökrum og heimsfrægum aldingörðum borgarinnar. Nóttin hef-. ur breitt dimma hulu yfir borg og byggð. Allt er myrkt, þögult og hljótt umhverfis borgina og í út- jöðrum hennar. En konungshöll Belsasars er öll »uppljómuð« marglitum ljósum. Konungur heldur hirðmönnum og höfðingjum ríkisins stórkostlega veizlu. Sjálfur silur liann í skrautlegu hásæti, 'hlaðinn gulli og gimsteinum. En til beggja handa honum sitja í löngum röðum hirðmenn hans og höfðingjalýður, bæði konur og karlar. Oruggur situr konungurinn i hásæti sínu. Hann veit, að * Tala þessi er áður prentuð. Nú er hún prentuð í annað sinn með dálitlum orðabreytingum.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.