Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 7
5
vegna opnast augu þín? I’ú sprettur upp í há-
sætinu. Þó skelfur og nötrar eins og hrísla.
Tókstu eptir hendinni, sem skrifaði ókunnug orð
á vegginn, orð, er þú ekki skilur? Skelfur þú
fyrir ókunnri hendi og ókunnum orðum? Jeg
skal segja þjer, — því Daníel hefur skýrt frá því,
— hverja þýðing þetta hefur. Höndin var hönd
hins almáttuga guðs, konungs himins og jarðar.
Pú hefur gjört uppreisn gegn honum. En hann
ritaði á vegginn óbeygjanlegan dóm: »Mene,
mene, tekel upharsin: Guð hefur talið ríkisár þín
og leitt þau til enda, Þú ert veginn í skálum og
ljettvægur fundinn. Þitt ríki er deilt og gefið
Medurn og Persum« Á þessari nóttu lætur þú
líf þitt. Dómurinn byrjar undir eins. Jeg heyri
til Sýrusar og manna hans. Hann hefur í nótt
veitt fljótinu úr farvegi sínum. Með herliði sínu
hefur hann komizt eptir þurrum farvegi þess alla
leið inn í borgina. Með brugðnum sverðum
hlaupa hermennirnir upp að hallardyrunum og
brjótast inn. Borðum og vínkerum er velt um
koll. Vínið flóir yfir borð og bekki. Dauða-
drukknir menn geta enga vörn veitt. Peir eru
allir höggnir niður á svipstundu. Blóð þeirra
blandast við vínið og rennur í lækjum á gólfinu.
Konungurinn er veginn í hásætinu. Hann er
færður úr konungsskrúðanum og líki hans mis-
þyrmt. Ljósin slokkna. Myrkur, dauðamyrkur,