Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 10

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 10
8 unnið skyldu sína. Vegna þess missir drukkinn maður ráð og rænu. Hann er nálega dauður, dauðadrukkinn. Ef vínandinn væri eigi loptkennt efni, þá myndi hver, sem einu sinni drekkur sig dauðadrukkinn, deyja þegar í stað. En til allrar líknar er vínandinn loptkennt efni. Hann breyt- ist fljótt í gufu og gufar út i geiminn. Þess vegna getur vínandinn gufað burt úr höfði dauðadrukkna mannsins. Og maðurinn getur þannig risið aptur upp til þessa lífs. Brátt nær líkaminn sjer aptur eptir áhrif eitursins. En ef maðurtnn drekkur sig drukkinn í annað sinn, þá fer fyrir honum alveg á sama hátt og áður. Pannig gengur í hvert skipti, sem hann drekkur sig drukkinn. En því optar sem maðurinn verður drukkinn, því meira ’nald fær vínandaeitrið á lreilanum. Heilinn og allt taugakerfið missir ávallt meir og meir mótstöðu- afl sitt gegn vínandanum. Maðurinn heldur áfram að drekka, svo heilinn verður að heyja hvíldar- lausan bardaga við vínandaeitrið. Og endirinn á þessum bardaga verður auðvitað þessi: Heilinn missir allan krapt sinn. Maðurinn verður vitlaus. Taugakerfið verður alveg ónýtt. Maðurinn deyr, Þetta sýnir og sannar dagleg reynsla, náttúruvís- indi og læknisvísindi um allan heim. Þannig er vínandinn jafnhliða öðrum seindrepandi eiturteg- undum. Hann er þannig opt og einatt orsök líkamlegs dauða. Sú sök á hendur honum virðist

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.