Tjaldbúðin - 01.12.1900, Side 16

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Side 16
14 — verið framin. Og jeg þekki enga tegund glæpa eða illgjörða, sem eigi hafi verið framin { ölæði. Opt hefur morðhnífurinn leikið í höndum drykkju- mannsins. Opt hefur hnefi hans slegið móður, föður, konu, barn, systur eða bróður. Opt hefur hönd hans brotið lásana og stolið eigum náung- ans. Á minnisblöðum mínum, segir sagan, stendur mörg hryllileg frásaga um ofdrykkjuna, t. a. m. um drykkfelda, ölóða harðstjóra. Yfirleitt sýna minnisblöð mín, að enginn löstur er jafnskaðlegur þjóðfjelaginu og ofdrykkjan. Að síðustu leiði jeg fram þriðja flokk vitna minna. Jeg spyr alla þá, sem heyra eða munu heyra orð mín: Hvað segið þjer um ofdrykkjuna? Þjer segið og hljótið að segja: Orð guðs, sagan og lífsreynsla allra manna er sammála um það, að ofdrykkjan er líkamlegt og andlegt átumein mannfjelagsins. Undir dóm þenna rita allir menn, hversu ólíkar sem skoðanir þeirra eru í öðrum efnum. I’ótt bæði guð og menn hafi ritað »sitt vegið« yfir ofdrykkjuna, hafi dæmt, að hún sje bæði líkamlegt og andlegt átumein mannfjelagsins, þá er þó veldi hennar enn þá voðamikið. Og til þess að brjóta á bak aptur ofurveldi hennar, hafa menn gengið í vínbindindi, unnið það heit, að neyta aldrei víns. Eins og ritningin fer hörðum orðum um ofdrykkjuna, eins brýnir hún bindindi

x

Tjaldbúðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.