Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 20

Tjaldbúðin - 01.12.1900, Qupperneq 20
— 18 — Hófsemdarmaðurinn gengur einnig í bindindi vegna sjálfs sín, þótt sumir veiti því eigi eptir- tekt. Segðu mjer eitt, þú hófsemdarmaður: Þykir þjer ekki vænt um litla drenginn, sem hvílir í faðmi þjer. Föðuraugu þín geta varla slitið sig frá fagra, litla andlitinu, umkringdu glóbjörtum lokkum. Hjartað hoppar af gleði í brjósti þjer yfir þessum gáfulega, efnilega unga sveini, sem ber nafn föður þíns. Hjarta þitt shangir fast« við svein þenna, og allar framtíðarvonir þínar eru knýttar við hann. Sveinn þessi er lifandi eptir- mynd konunnar, sem situr við hlið þjer, kon- unnar, sem þú elskar mest allra manna. f’ú veizt, að móðurhjarta hennar lifir að eins fyrir svein þenna. Ef dauðinn legði köldu höndina sína á bijóst sveinsins og þið sæjuð litla líkamann lagðan í gröfina, þá mundi sverð sorgarinnar nísta föður- og móðurhjarta ykkar. Enn þá meiri sorg getur ykkur að höndum borið. Saklausi sveinninn, sem nú hvílir í faðmi ykkar, getur með aldrinum orðið drykkjumaður. Og þegar hann er orðinn það, þá getur hann smátt og smátt sokkið dýpra og dýpra niður í sorp mannfjelagsins, þangað til hann er kominn til botns og á sjer enga viðreisnar- von. Og þótt hár ykkar yrðu þá farin að grána og uppspretta táranna tekin að þorna við margbreytta lífsreynslu, þá mundi samt sjón þessi láta föður- og móðurhjarta ykkar bresta, því óttaleg

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.