Tjaldbúðin - 01.12.1900, Blaðsíða 22
II.
Endalok Tjaldbúðarsafnaðar.
í »Tjaldbúðinni« V, bls. 42 er skýrt frá því,
hvernig Tjaldbúðarsöfnuður komst á vald kirkju-
fjelagsins 6. febr. 1900. Til þess að geta betur
ráðið við Tjaldbúðarsöfnuð, samþykkti norður-
söfnuðurinn (o: söfnuður kirkjufjelagsins í Winni-
peg) á safnaðarfundum 16. og 23. april að byggja
sjer nýja kirkju nálægt Tjaldbúðinni. Tjaldbúðar-
söfnuður sá nú »sitt övænna«. Hann gaf sig
þess vegna algjörlega á vald kirkjufjelagsins. i’að
varð að samningum, að »missións«-prestur kirkju-
fjelagsins skyldi algjörlega taka að sjer Tjald-
búðarsöfnuð og veita honurn prestsþjónustu (ásamt
öðrum prestlausum söfnuði kirkjufjelagsins) frá 1.
júní 1900 til ársloka. Kirkjufjelagið borgar prest-
inum laun hans ^»Sam.« 15. ár. bls. 64 og 70).
Með samningum þessum gekk söfnuðurinn í kirkju-
fjelagið í raun og veru. Nú var eigi annað eptir,
en að 'ljaldbúðarsöfnuður samþykkti á safnaðar-
fundi að ganga í kirkjufjelagið. Meðan