Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Síða 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
28
eða % stofnfjárins. Réttindi. áskildi hann sér
engin, frekar en hver annar félagsmaður, sem
ekki átti nema 1 hundrað króna hlutabréf.
Pegar svo var komið, mun síra Jens hafa þótt
vænkast ráð félagsins, og því þótt mikiis um
vert, að Islendingar létu nú ekki standa á sér.
Skrifar.hann þá'brýna áskorun tii landsmanna,
þar sem hann segir meðal annars:
»Stjórnin féllat í öllum aðalatriðum á álit Zöllners
og ákvað, að stofnsjóðurinn skyldi vera 120 þús. krón-
ur, eða 1200 hlutabréf. Því gat eigi þótt ofætlun, að
Islendingar legðu frani 2/3 þess,a stofnfjár úr því 1/3
var vís frá einum útlending. Það væri hneykslanlegt
sinnuleysi af oss að hrinda frá oss jafn traustum liös-
rnanni, með þvi að láta standa á framlögum af vorri
hendi, og þ.að einungis fyrir viljaleysi og ómennsku
sakir. Þvi ekki þarf að koma fram með þær mótbárur,
að þetta framlag sé oss. um megn, því bezta árferði
hefir verið. Vér höfum fengið milljón krónu.r gulls í h(end-
ur fyrir sauðfé I haust; vér eyðum i kaffi á hverju ári
nálega 1 milljón ltróna, i tóbak 300 þús. kr. og vínföng
4—500 þús. krónum. Hver dirfist að mótmæla með all-
ar þessar tölur fyrir augum sér, að vér getum ekki
lagt fram einar 80 þús.. krónur fyrir gufuskip, til þess
að linna eitt vort stærsta böl — samgönguleysið. Nei,
féð brestur oss ekki, en ef vér bregðumst þessu nauð-
synja- og velferðarmáli, þá sýnum vér blátt áfram,
að oss brestur vilja á að hjálpa oss, brestur manndóni
til að rétta oss úr kút vesa.lmennskunnar og slíta af
oss hina óþolandi fjötra, sem halda atvinnuvegum vor-
um, viðskiptum vorum og vorum eigin persónum 1
dauðakreppu, brestur siðferðilegt þrek til að gera
skyldu vora, því að vissulega er það siðferðileg skylda
vor við sjálfa oss, þjóð vora og fósturjörð að leggja
þessu heillavænlega framfarafyrirtæki liðsinni vort af
ýtrasta megni, nema sýnilegt sé, að það sé óskynsam-
lega stofnað og fái eigi staðist og því eigi komið að
tilætluðu liði«.
Þannig hljóðaði hin skarplega áskorun séra
Jens.
Sr. Jón Bjarnason í Winnipeg dvaldi hér á
landi árið 1889, eða einmitt í sama mund og
verið var að hrinda guíuskipsmálinu af stað.
Þegar hann kemur vestur aftur, en það var
snemma árs 1890, lætur hann það vera sitt
fyrsta verk að skrifa áskorun til Vestur-lslend-
inga í Lögberg cg livetur þá til aö gtyrkja
gufuskipafélagið sem þeir megi. Nokkru síöar,
eða 21. maí, skrifar ritstjóri Lögbergs hvetjandi
grein, er hann nefnir »Bróðurhönd í bagga«, og
ítrekar þar áskorun séra Jóns. Meðal annars
segir þar á þessa leið:
»Vér ættum 1 a.llra minnsta lagi að taka eitt til tvö
hundruð hluti hér vestra. Það væri samboðið cg drengí-
legt mark dáðar og þjóðrækni vor hér vestra, ef þetta
fyrsta stóra framfarafyrirtæki fósturjarðar vorrar ætti
oss að verulegu leyti líf og döfnun að þakka. Réttum
bróðurlega b.önd til að lyfta þessum bagga. Þ,að gildir
jafnt velferð fósturjarðar vorrar sem heiður sjálfra
vor«.
Þessi stórhugur Vestur-Islendinga er mjög
merkilegur og fyllilega þess verður, að honum
sé haldið á lofti. Um þessar mundir eru tiltölu-
lega fáir Islendingar komnir í álnir vestra, og
vesturheimsferðir standa ennþá í fullum blóma,
þegar þetta er að gerast. Þegar þessar staðreynd-
ir eru hafðar í huga, er eigi að undra, þótt
V.-Islendingar reynclust drjúgir í fjárframlög-
um, er Eimskipafélag Islands var stófnað.
Sumarið 1890 var mjög lagt að mönnum um
allt land, að gerast hluthafar í félaginu, því að
hlutarupphæðin þurfi að vera að fullu greidd
31. október þá um haustið. Sigfús Eymundsson
ljósmyndari gekk mjög fram í þessum efnum.
en h.ann var gjaldkeri félagsins. Auk þess hafði
félagsstjórnin umboðsmenn fyrir sig á helztu
stöðum á hinu fyrirhugaða ferðasvæði skipsins,
til að taka á móti hlutaloforðum og tillögum.
Svo var til ætlast, ef heppnaðist að ná í hið fyr-
irhugaða fé fyrir haustið, að gufuskipaferðir
byrjuðu snemma árs 1891. Var ráðgert að kaupa
200 smál. skip, er færi 5 ferðir milli ianda og
7 með ströndum fram að1 minnsta kosti, mest
megnis um vesturströnd landsins og innfjarða
þar, frá Reykjanesi að Horni, cg koma við í hverri
ferð á allt að 10 stöðum á Faxaflóa, 5—6 stöð-
um við Breiðaf jörð, á öllum f jörðum milli Breiða-
fjarðar cg Isafjarðardjúps og á 6 stöðum við
Djúp. Þannig var áætlun Gufuskipafélags Faxa-
flóa og Vestfjarða, en henni var aldrei fram-
fylgt, því að eigi kom til framkvæmda og staf-
aði það fyrst og fremst af því, hve menn reynd-
ust tregir til að kaupa hlutabréf félagsins. For-
vígismcnnum þessa máls var mjög þykkjuþungt.
er þeir fundu hvernig þjóðin daufheyrðist við
málaleitun þeirra.Þegar Björn Jónsscn ritstjóri
sá, hversu fara mundi, ritaði hann á þessa leið: