Sjómannadagsblaðið - 08.06.1941, Page 78
34
S J ó M ANNATlAGS I! T, A í) I 1)
Aðalfundur sjómannadagsráðsins 1941
Skýrsla íornianus.
Manuskaðurnir:
Tilgangurinn með Sjómannadeginum er að
beita sér fyrir menningarmálum varðandi sjó-
mannastéttina, efla samhug meðal sjómannanna
sjálfra, kynna landsfólkinu lífsbaráttu þeirra
og þjð ngu hennar fyrir þjóðina, og heiora minn-
ingu sjómannanna, sem látið hafa lífið í þeirri
baráttu.
Nokkur undanfarin ár hefur mjög dregið úr
s’ysförum á sjó hér við land, sem áreiðanlega
má þakka bættum öryggisútbúnaði og auknum
slysavörnum. Menn fóru að vona, að hinir hræði-
legu mannskaðar, sem þjóðin hefur svo oft orðið
að þola, væru, nú að verða úr sögunni.
Stórveldastyrjöldin nýja fyllti menn aftur ugg
og kvíða. Hundruð, já þúsundir saklausra sjó-
manna, sem einskis óskuoú frekar en að fá að
sinna störfum sínum í friði, urðu annaðhvort
að hníga í valinn, eða þoJa svo skelfilegar skip-
brotsraunir, að ekki verour með orðum lýst.
Islenzku sjómennirnir drógu sig ekki í hlé
frekar en aðrir, en slík gifta fylgdi íslenzku
sjómannastéttinni fyrsta stríðsárið, að álitið var,
að hún nyti verndar allra góðra vætta.
En áður en varði syrti í lofti. Frelsi lands-
manna var skert, hömlur voru lagðar á notkun
öryggistækja, og í landi stormsveipanna urðu
veðurfregnir að bannvöru.
Islands óhamingju virtist allt ætla að verða
að vopni. Hvert hörmulegt sjóslysið tók við af
öðru. Myrkvun, óvarkár sigling ljóslausra skipa,
hamslaus læti höfuðskepnanna og vopnaðar á-
rásir á varnarlaus skip.
Þessar hörmuiegu aðfarir munu varla nú,
frekar en endranær,. megna að draga kjark-
inn úr íslenzku sjómönnunum, en full þörf er
nú á því að fara gætilega. Islenzka þjóoin verð-
ur að fara varlega með lífsblóð sitt. Ekkert
hörmulegra gæti komið fyrir þjóð vora en þaó,
að við yrðum eins ilia settir og á niðurlæging-
artímabilinu, þegar enginn knörinn var til, og
farmennirnir horfnir.
Frá því á síðasta sjómannadegi og til þessa
dags hafa samtais 95 íslenzkir sjómenn hnígið í
valinn. Islenzku sjómönnunum er ekki grátgjai nt
cg kunna vel að mæta mótbáru, en mörgum mun
nú harmur í hug yfir óláni vorrar fámennu þjóð-
ar, þegar hugsað er til þeirra æskumanna, sem
lent hafa í ljáfarinu á vori lífsins.
Margir eru þeir, sem hafa um sárt að binda.
Foreldrar, konur og munaðarlaus börn. Við
eigum allir einhverja kunningja eða vini meðal
hinna látnu manna, einnig vandamenn.
Minning þessara látnu manna mun verða
heicruð að verðugu næsta Sjómannadag, og nöfn
þeirra munu verða skráð gullnu letri í minning-
arbók Sjómannadagsins.
Vil ég nú biðja íundarmenn að minnast hinna
látnu, með því að rísa úr sæturn.
Sjómannadagurinn síðasti:
Þrír Sjómannadagar hafa þegar verið haldn-
ir hátíðlegir, og hafa þeir notið almennra vin-
sælda. Er nú svo komið, að Sjómannadagurinn
er haldinn hátíðlegur í flestum sjávarþorpum
í landinu.. Sjómannadagsnefndir í bæjum út um
land hafa leitað samstarís í ýmsu við Sjómanna-
dagsráðið í Reykjavík, cg er æskilegt að slík
samvinna geti haldist og Sjómannadagsmerkin
cg blaðið verið sameiginlegt fyrir alla.
Fyrstu tvo Sjómannadagana höfðu sjómenn-
irnir í Reykjavík og Hafnarfirði mikinn viðbún-
að og gátu sjálfir tekið þátt í hátíðahöldunum
og notið þeirra að fullu, enda var tíminn þann-
ig valinn, að sem flestir sjómenn hefðu aðstööu
til að vera viðstaddir.
I fyrra varð dagurinn að vera með öðrum
hætti. Vegna ástandsins og fyrirsjáanlegrar
fjarveru sjómannanna, urðu allir útileikir og
skrúðgangan að falla niður.
Reynt var þó að gera eins mikið úr deginum
og mögulegt var. Ræðuhöld og* innisamkomur
fóru fram með svipuðu sniði cg áður. Eg haföi
ekki aðstöðu til að sjá með eigin augum það,
sem fram fór, vegna fjarveru, eins og margir
aðrir sjómenn. En jafnvel úr fjarska, í fram-