Hrópið - 01.09.1905, Blaðsíða 9

Hrópið  - 01.09.1905, Blaðsíða 9
9 byrðar á aðra menn en vildu eklci bera þá byrði sjálíir, jafnvel ekki snerta hana með sínum rninsta íingri. Hann kallaði skriftlærða menn l)linda leiðtoga, er leiddu aðra blinda, féllu því allir í sömu gröf. Messías varaði sína lærisveina við súr- deigi Fariseanna á Gyöingalandi. Messías var altaf hógvær gagnvart lærisveinum sínum, þvoði fætur þeirra, annaðist þá eins og ást- ríkur faðir og góð móðir, tók málstað þeirra, ef þeir voru ásakaðir um eitthvað. Hann skoðaði lærisveina sína eins og veik, ósjálf- bjarga börn, sem þyrftu nákvæmrar aðhjúkr- unar, líkt og blóm í jurtapotti. Þegar sá á- gjax’ni lærisveinn, Júdas, kj'sti hann, til að gefa hermönnunum merki, liver sá væri er handtakast ætti, þá ávarpar liann svikar- ann sem vin, og segir: »Svíkur þú mannsins son með kossi«. Messías vildi ekki, að lærisveinarnir verðu sig með blóðsverði; hann vissi, að það gagn- aði ekki eftir því sem á stóð; einnig var það gagnstælt hans kenningu.— Messías vildi siða heiminn, en ekki deyða. Hann vildi láta lækna menn, en ekki kvelja. Hann vildi láta kenna rétl í orði og verki. Það gerði hann sjálfur. Messías var liarðorður við Gyðinga vegna

x

Hrópið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrópið
https://timarit.is/publication/558

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.