Hrópið - 01.09.1905, Blaðsíða 12

Hrópið  - 01.09.1905, Blaðsíða 12
12 legu þrenning, sem kúgar smælingja og fátæka verkamenn, sem ekki geta borið hönd fyrir liöfuð sér, þar þeir eru ekki nógu vel nrent- aðir af anda drottins, svo þeir noti samtök til að brjóta af sér þrældómshlekkina, er valdaþrenningin leggur á þjóð, sem á að vera rélt kristin og siðuð af anda Krists, en ekki trylt og sundurlynd af heiðindómi og Gyðinga- trú, sem var hringlandi vitlaus guðshug- mynd, er sjá má af þjóðsögum og annálum Gyðinga. Eg skal í frelsarans nafni rann- saka bæði testamentin og benda á mótsagn- irnar og lineyxlin sem í þeim eru. — Eg rann- saka lyrst Nýja testamentið; ekki skal eg raska því eða rífa það i sundur, að eins henda mönnurn á það, sem vit mitt kann sizt við, og eg veit, að ekki er rétl hugsað og talað; en áður en eg sýni villurnar, læt eg lesendurna sjá, hvað eg kenni. Þeir hljóta að sjá fljót- lega, að það er ekki líkt þjóðldrkjufræðinni. Mín guðfræði er þetta : Drottinn í því ósýnilega andlega ríki, sem nefnt er himnaríki, er sama og Kristur í himnaríki. Hann er skapari manna og frelsari þeirra líka. Jesú Kristur nefnist sú vitra og góða sál, er birtist lifandi í manni þeim, er Gyðingar kvöldu og krossfestu. Eg kcnni, að Jesús Kristur hali ekki verið dauðlegur,

x

Hrópið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrópið
https://timarit.is/publication/558

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.