Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 48
Grímur Þorkelsson, skipstjóri: Verjum dýrmætustu landsréttindi í apríl hefti Sjómannablaðsins Víkingur eru tvær greinar, sem allir þurfa að lesa, báðar um landhelgina. Gils Guðmundsson skrifar aðra, en Júlíus Havsteen sýslumaður hina. Báðar hafa þess- ir menn áður skrifað um landhelgina og stækkun hennar. Auk þess hefur Júlíus Havsteen flutt er- indi eða erindaflokk í útvarpinu og rakið þar sögu landhelgismálanna frá fyrstu tíð og fram á þennan dag. Fyrir tilverknað þessara manna og nokkurra fleirri, sem um þessi mál hafa ritað og rætt, veit alþjóð manna nú góð skil á öllum þessum málum. Allir vita, nú orðið, um rétt okkar til fiskimið- anna kringum landið. Hver hallin var fyr á öldum. Allir vita, nú orðið, hvernig farið er um þennan rétt okkar og hvers vegna. Allir vita, að það voru Danir, sem sömdu við Breta um núgildandi land- helgislínur, án þess að spyrja Islendinga ráða. Allir vita, að Islendingar hafa aldrei goldið þess- ari samningsgerð jáyrði sitt og ætla aldrei að gera fremur en hún hefði aldrei verið til. Fyrir til- verknað þeirra manna, sem mest hafa ritað og’ rætt um landhelgismál okkar og annan þjóðar hag, vita nú allir, sem fylgzt hafa með að allar þær þjóðir, sem fiskveiðar stunda við ísland, gera það í skjóli samningsins, sem Danir gerðu við Breta árið 1901. Flestar þessar þjóðir áskilja sér þó miklu rýmri landhelgi úti fyrir ströndum sinna eigin landa. Hér virðist vera fótum troðið allt sem heitið getur réttlæti, þetta getur ekki gengið lengur. Að láta hafa sig að fótaskrínu án þess að mótmæla, má ekki eiga sér stað. Gils Guðmunds- son spyr í apríl hefti Víkingsins hvort sofið sé á verðinum. Er ekki von að hann spyrji, þeirri spurningu verður hver og einn að svara fyrir sjálfan sig. Að lauslega athuguðu máli verður ekki betur séð, en margur hafi sofið furðu vært rétt eins og hér væri lítið um að vera. Svo er þó ekki. Hér er stórt mál á ferðinni mál, sem gerir út um það hvort hér verður líft fyrir nokkurn hvítann mann í framtíðinni eða ekki, vegna fá- tæktar og vesalmennsku, sem í hennar kjölfar sigl- ir óhjákvæmlega eins og nótt fylgir degi. Margir telja nú, að hin mikla fiskmergð, sem verið hefur við Island, sé farin að láta á sjá, sem von er, því rányrkjan er mikil og eykst ár frá ári, en en kemst þó fyrst í algleyming þegar fiskveiða- þjóðirnar eru búnar að ná því marki, sem þær virðast hafa sett sér, að verða sjálfum sér nógar með fiskveiðar. þegar svo er komið má fullyrða, að þröngt verði fyrir dyrum hjá mörgum kot- bónda á Islandi og þarf ekki kotbónda til. Hinn þverrandi fiskistofn verður þá varla lengi að ganga alveg til þurðar og hvergi fæst þá nokkurt hvikindi úr sjó. Afleiðingum þess fyrir afkomu landsmanna þarf ekki að lýsa. Það er gott og gagnlegt að vera búinn að eignast þjóðleikhús á borð við þau sem bezt eru á Norðurlöndum. Þar geta leikarar sýnt listir sínar. Leikritahöfundar fá tækifæri til að þjálfa skáldgáfu sína og ef til vill öðlast heims- frægð. Leikhúsgestir fá þarna notið lífsins í rík- um mæli þegar þeir hafa tíma til. Það mun vera gaman og gagnlegt líka, að hafa sinfóníur og tón- listafélög, snillingar á því sviði fá notið sín. Al- menningur nýtur góðs af. Alþýðutryggingar eru mannúðarmál. Það er gagnlegt fyrir gamalt fólk, sem er þrotið að kröftum að fá árlega lífeyri þeg- ar það getur ekki lengur unnið. Sjálfsagt er og í samræmi við heilbrigðan þjóðarmetnað að hlynna vel að forsetanum á Bessastöðum. Ekkert má skerta í viðskiptum við sendiherra erlendra ríkja og aðra tigna gesti. Allt heyrir þetta menning- unni til, en hvar á að taka peninga til að halda þessu uppi þegar búið er að eyðileggja fiskimið- in. Eimskipafélagið er nýbúið að taka móti far- þegaskipinu Gullfossi, þessi frækilegi farkostur á að verða stollt þjóðarinnar á höfunum. Verður hægt að gera hann út með 65 manna áhöfn. Hefur fólk efni á að ferðast með þessu skipi þegar búið er að eyðileggja fiskimiðin? Það er yfirleitt nauð- synlegt og eftirsóknarvert að halda uppi góðum 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.