Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 39
sníkt okkur góðann málsverð. Ég hafði verið þarna eitt sumar er ég var 6 ára gamall og endurmynn- ingar mínar frá þeim tíma voru bundnar við eitt og aðeins eitt og það var hvalur. Hvalur í allann mat allt sumarið, hafði innrætt mér slíka óbeit á þeirri skepnu, að þann mat hefi ég aldrei getað bragðað síðan. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með góðgerðirnar, en ef auminga fólkinu hefir ekki þótt við taka rösklega til matar þá er ég illa svikinn. Okkur var nú borgið síðasta áfangann og hefðum verið í sólskinskapi, ef við hefðum haft einhvern sæmilegan samastað annan en óhrjá- lega lestina eða bara þilfarið. Við komum snemma morguns til Siglufjarðar og lögðum strax leið okk- ar til mannsins, sem hafði með bátinn að gera. Báturinn var bundinn við bryggju og var allt þar um borð í megnustu óhirðu, sérstaklega leizt okkur illa á seglin, en höfðum ákveðið að nota þau til hins ýtrasta til að spara olíuna. En ekki varð til baka snúið, við notuðum daginn til að reyna vélina og dytta að því sem okkur fannst ábótavant, einnig skráðum við okkur á skipið og vátryggðum. Bát- urinn var 15 smálestir með 30 hestafla Bolinders- vél og í laginu var hann líkastur stórri öðuskel. Við vélarhúsið stóð nær full tunna af olíu og bless- uðum við eigandann fyrir hugulsemina. Ekki var honum alls varnað, sögðum við glaðir, því að þetta myndi draga okkur með seglunum. Eitthvað var skráningastjórinn að hafa orð á því að þetta væri nú eiginlega ekki löglegt að vera svona fáir. „Kanski tökum við farþega,“ sagði ég og dró ann- að augað í pung. Hann hristi höfuðið o-á xueð þaó fórum við. Við sváfum í bátnum um nóttina, en ekki varð okkur svefnsamt, bæði var það, að veður var hráslagalegt og okkur hálfkalt og svo voru ým- isleg smádýr að ásækja okkur. Við höfðum fyllt vatnskútinn og keypt okkur eitt rúgbrauð og eitt smjörlíkisstykki og skyldi þetta vera nesti okkar ásamt vatninu, að minnsta kosti til ísafjarðar, en þar þurfti ég að koma við. Rétt undir birtinguna vaknaði ég og gáði til veðurs, sýndist mér hann „dökkur í álinn“ og útlitið ekki árennilegt, var kominn norðaustan kaldi og var eins og sæi í kolsvartan vegg milli Sigluness og Stráka. Hins vegar þóttist ég sjá, að ekki myndi tjóa, að liggja hér af sér norðaustan garð og eyða þessum fáu skildingum sem til voru. Ég rauk því niður til félaga míns og sagði, að nú væri mál að hypja sig og skildi hann hita vélina á meðan ég gerði sjó- klárt“. Ekki er sjóferð alltaf hálfnuð f>á hafin er. Ég festi olíutunnunni milli öldustokks og vélarhúss, negldi yfir lestaropið og siglingatæki mín bar ég aftur í stýrishús og vafði það allt innan í olíukápu, voru það tveir kortaræflar, helm- ingar af landinu, sirkill og samsíðungur. Attavit- ann vissi ég auðvitað ekkert um, hann gat verið bandvitlaus, enda sýndist mér hann vísa skakkt eftir því sem ég mundi um áttir þarna. Smá út- gáfa af „Walkers“vegmæli var þarna í stýrishús- inu og þar með voru öll tæki upp talin. Ekkert djúplóð var til og þótti mér það slæmt. Brátt fór vélin í gang og var þá haldið af stað, var þetta morgunn hins 5. nóvember. Er út í fjarð- armynnið kom var kominn norðaustan garri með kafaldshreytingi. Ég spurði félaga minn hvernig honum litist á hann, hann leit í austurátt, yppti öxium og sagði svo: „Ætli við slörkum það ekki.“ Var hann með eindæmum rólyndur maður og skipti aldrei skapi á hverju sem gekk. Sett- um við nú upp stórseglið og héldum í norð- vestur, rétt á eftir bættum við svo fokkunni við og kom þá skriður á skútuna. Var vindur aftan til á síðu en gekk heldur aftar á eftir því sem á leið. Um kl. 2 um daginn var komið rok og stór- sjór og þreifandi bylur, en lítið frost að okkur fannst. Báturinn reyndist afburða gott sjóskip, ekki sýndist mér að seglin gerðu honum neitt til, frekar hið gagnstæða. Vegmælirinn sýndi 8 mílna hraða á klukkustund og þótti mér það lítið eftirþví sem mér sýndist skipið ganga. Félagi minn kom lítið upp, hélt sig alltaf við vélina, enda treystum við aðallega á hana eftir að hafa skoðað seglútbún- að. Um dimmingu rifnaði stórseglið eftir endilöngu og var að vörmu spori í tætlum utanum mastrið, skömmu síðar fór fokkan á sömuleið. Jæja þá það, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.