Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 54

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 54
— nema að kverkarnar eru þurrar.“ „Sama hér“ gall annar við, um leið og að hann sleikti á sér varirnar. ,'Eg er dauðþyrstur, og svo verkurinn í síðunni . . . “ Þetta var sá rifbrotni, en hann hafði enga hugmynd um það fyrr en mörgum dög- um síðar. Um hálfri klukkustund síðar kom stýrimaður- inn niður og kallaði þá aftur upp á þilfar. Var hann að draga suma hásetana sofandi framúr hvílunum til þess að vekja þá. „Allir upp“, hrópaði hann. „Allir, og látið nú hendur standa fram úr ermum og flýtið ykkur. Allir, heyrið þið það?“ Stýrimað- urinn þaut aftur upp, en hásetarnir bundu á sig sjóhattana og týgjuðu sig til uppgöngu. „Nú hefur eitthvað gengið úr skorðum11, sagði einn hásetanna. Ungi hásetinn stóð við hvílu sína og barði fótunum við stoð um leið og hann sagði: „Það getur varla orðið verra en það hefur verið.“ Gamli hásetinn hló stuttaralega: „Jú, það er eitt, sem getur verið verra“, en hann endaði ekki setninguna, því að nú var kappinn opnaður aftur og stýrimaðurinn gægðist niður til þeirra. „Hypjið þið ykkur upp, kryplingarnir ykkar“, öskraði hann. Kappanum var samstundis skellt aftur og stýrimaðurinn öskraði: „Allir upp. Að dælunum“. „Já, og þarna höfum við það,“ rumdi í gamla hásetanum, og hann bölvaði grimdarlega. „Ykkur þótti erfitt áður“, og hann bjóst til uppgöngu. „En nú fáið þið að finna til þess. Óslitið erfiði þar til að við náum höfn, ef við náum þá nokkurntíma höfn. Ég kannast við það. Einu sinni áður hefi ég komist í það. Dælt dag og nótt — dælt þegar að við áttum að sofa — dælt þegar við áttum að hvíl- ast — hætt að dæla til þess að fara að vinna við seglin upp í reiða, flýta sér niður aftur til þess að dæla. Ymist upp í hné eða upp í háls í sjó við að dæla. Dæla og dæla, þar til maður er kominn að því að örmagnast og springa af mæði“. „Ég mundi ekki kvarta“, sagði rifbrotni mað- urinn hásum rómi, „ef ég væri ekki svona fjandi þyrstur“. Og hann þurkaði sér um munninn með handarbakinu og rendi tungunni um varir sér. Vika er liðin og barkskipið liggur til drifs, en nú er hann ekki einskipa á hinu úfna hafi, því að skammt frá er póstskip á ferð. Raunverulega var þetta stórt og myndarlegt skip, en nú virtist það svo ógnar lítið og einmana- legt, þar sem það barðist við hina risastóru út- hafssjói. Séð frá póstskipinu virtist barkskipið örmagna og hjálparlaust, en sjóirnir svo ómildir og sterkir. Var það líkast örmagna sundmanni, sem brýst um til þess að halda höfðinu upp úr sjónum. Á þilfar- inu stóð skipshöfnin í þyrpingu við dælurnar og dældi án afláts. Skipshöfnin var á að líta eins og skipið sjálft, hægfara sinnulaus og örmagna, enda höfðu mennirnir staðið við að dæla í heila viku, með örstuttum hléum til skiftis til þess að fá sér blund, án fullnægjandi matar og holdvotir. Brátt kom einn af björgunarbátum póstskipsins og lagði að barkskipinu. Áhöfnin gat með naum- indum forðað bátnum frá að brotna við skipshlið- ina, meðan stýrimaðurinn og læknirinn hentust um borð. Læknirinn fór þegar niður og gerði að sárum manna, en uppi á þilfari tóku þeir tal saman, stýrimaður póstskipsins og stýrimaður barkskips- ins. Mennirnir við dælurnar sáu glögglega undrun- ar- og skelfingarsvip á ásjónu stýrimannsins jafn- skjótt og hann sté innfyrir borðstokkinn og þeir litu hver á annan, en fullorðni hásetinn rétti sig upp um leið og að hann sagði: „Vertu óhræddur maður minn, hann flýtur minsta kosti á meðan að þú verður hér um borð“. Stýrimaður barkskipsins lýsti fyrir honum at- burðum síðustu viku, en hann hlustaði undrandi á. Taldi hann sjálfsagt að skipshöfnin yfirgæfi barkskipið, en stýrimaður þess áleit að skipstjór- inn mundi ekki taka það í mál. öðru tivoru riðu sjóirnir yfir skipið svo menn- irnir á þilfarinu áttu erfitt með að standast sjó- ganginn. ,Skipið er hjálparlaust rekald og getur sokkið á hverri stundu“, hrópaði stýrimaður póstskips- ins. „Læt ég nú vera hvað það er mikið rekald“ ansaði stýrimaður. „Fyrir 4 dögum „loggaði“ hann nú 7 milur hjá okkur“, og hann leit ögrandi á stýri- mann póstskipsins. „Þau fara ekki hraðara sum gufuskipin“. Stýrimaður póstskipsins yppti öxlum vonleysis- lega. „Ég verð að tala við skipstjórann. Ég ætla niður til hans. Það er engin leið að ræðast við hér uppi fyrir hávaða“. Þegar niður kom tók ekki betra við, því að varla heyrðist þar mannsins mál heldur fyrir háv- aða af storminum og sjóganginum og allt angaði í meðalalykt. Þarna tóku þeir þó tal saman skip- 34 sjómannadagsblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.