Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Blaðsíða 3
Vorhvöt.
Þú, vorgyðja! svífur úr suðrænum geim
Á sólgeisla vængjunum breiðum
Til ísalands i'annþöktu ijallanna heim
Að fossum og dimmbláum heiðum;
líg sje hvar í skýjum þú brunar á braui,
Ó ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaul.
()g kveð þar fyr gumum í gróandi dal
Við gullskæra hörpunnar strengi
Um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal
Með fögnuði leiða’ yfir vengi;
IJá vaxa meiðir þar vísir er nú, —
Svo verður, ef þjóðin er sjálfri sjer trú.
Nú vakna þú, ísland! við vonsælan glaum
Af vorbylgjum timans á djúpi;
Hyrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum,
En ailjettu deyfðanna hjúpi
Og drag þjer af augum hvert dapurlegl ský,
Sem dylur þjer heiminn og fremdarljós ný.