Barnabók Unga Íslands - 01.01.1910, Síða 5
Seni himins þíns bragandi norðljósa log
Og ljóðin á skáldanna tungu
Og aldrei, aldrei bindi þig bönd
Nema bláfjötnr Ægis við klettótta strönd.
Þúsund ára sólhvörf.
(1874).
Sólin ei hverfur nje sigur í kaf,
Situr á norðurhafs straumi:
Vakir í geislum hver vættur, er svaf,
Vaggast í ljósálfa glaumi;
Sveimar með himninum sólglilað haf
Sem í draumi.
Miðnættið glóir með gullskýja bönd,
Glymur af himneskum söngum;
Tveir kveða svanir við rósfagra rönd
Kaddhljóðum sælum og löngum;
Hljómar um æginn, ómar við strönd
Úl með drönguni.
Svanirnir liðu frá ljósanna geim,
Ijóðandi morgunsins bíða:
Annar um minning frá hetjulífs heim,
Hinn um vonina hlíða;
Hlustum í leiðslu, Ijúfan ber hreim
Upp til hlíða.