Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 9
JÓLAPÓSTURINN 9 Nýlega hitti ég ungt par, sem var að hugsa um að gifta sig. ,, Eruð þið alveg viss um, að þið elskið hvort annað nógu mikið?" „Ekki kannski alveg, en þetta er ekki svo mikil á- hætta," svaraði pilturinn. „Við fáum giftinguna ó- keypis, því faðir minn er prestur." „Já" bætti daman við. „Og skilnaðinn líka, því að pabbi er lögf ræðingur." ina á Bjarna heitnum As- geirssyni. Þeir voru að tala saman og hló Pétur hátt. Þá kom þjónn að borðinu og ætlaði að hella í glasið hjá Pétri, en þjónninn þekkti hann ekki. Bjarni Ásgeirsson sagði þá: —Það er ekki vert að hella mikið í hjá honum þessum. — Nú, hann var svona þegar hann kom, svaraði þjónninn. Jóhannes Kjarval var staddur niðri á gömlu bæjarbryggjunni. Hann hitti þar Ólaf Daníelsson og sagði við hann: —Mig langar til að spyrja þig um nokkuð, af því að þú ert stærðf ræðing- ur. —Hvað er það spurði Ólafur. —Það siglir skip héðan til New York, sagði Kjarval.— Skipstjórinn er 45 ára að aldri, skipíð er 1000 smálestir og er statt á 57. gráðu norðlægrar breiddar. —Já, en hvað er það svo sem þig langar að vita? spurði Ólafur. —AAig langar að vita, hvað kokkurinn á skipinu heitir. Presturinn kom í heim- sókn og meðan húsfreyjan var að taka til góðgjörðirn- ar, var prestur að ræða við fjögurra ára son hennar. —Ferð þú með bænírnar þínar á kvöldin, drengur minn, spurði hann. —Nei, mamma gerir þaé fyrir mig, sagði snáðinn. —Jæja, og hvað segir hún þá? spurði prestur. —Guði sé lof að þú eH kominn í rúmið, svaraði Sc stutti. „Daginn, gamli gaur.Ég heyri, að þú eigir bíl." „Já, stundum." „Hvað meinarðu með því?" „Jú, þegar hann er ný- bónaður, á konan mín hann. Þegar hann er ó- hreinn, á sonur minn hann, og þegar svo þarf að gera við hann, á ég hann allt í einu." Sjúklingurinn: „Er þetta hættulegur skurður?" Læknirinn: „Þér haldið þó ekki að þér fáið hættu- legan skurð fyrir 5000 krónur?" AAaður nokkur lenti í deilu við Sauðkræk- ing og komst þannig að orði við hann að það væri ekki von að hann sæi hina réttu hlið á málinu, þar sem hann væri einsýnn. Þá sagði Sauðkræk- ingurinn: —Ég tel mig betur á végi staddan, réttsýnan á öðru auga, en þig, sem ert rang- sýnn á báðum. Kaupstaðarstúlka var í sumardvöl á sveitabæ. Einu sinni var hún úti á stöðli með bónda, og spyr hann stúlkuna að því, hvort hún kunni.að mjólka. Hún lætur drýgindalega yfir því og sezt undir eina kúna og f er að f ikta við spenana. —Nú , ætlar þú ekki að byrja? spurði bóndi. —Ég er að bíða eftir því, að þeir harðni. Gömul kona var að lýsa hjónaskilnaði dóttur sinn- ar. —Hún Anna mín var reglulega heppin að losna við óþokkann hann Jón. En ekki vantaði það, að vel fórst henni við hann. Hún lét honum eftir öll börnin — sem hann átti þó ekkert í. Embættismannsfrú spurði eitt sinn í matar- boði: —Hafa hænsnin ekki spena? —O, sussu nei, svaraði maður hennar snöggt. En á hverju lifa þá egg- in? spurði þá frúin aftur. Pétur heitinn Ottesen var eins og kunnugt er, bindindismaður mikill. Hann var þó kátastur allra, er hann var með öðrum, sem voru við drykk. Einu sinni var það í þing- veizlu, að hann sat við hlið- Hafirðu veriö í vafa f T I 1 1 I um kosti hins nýja Chevette, þá hefur reynsla fjölda ánægðra eigenda Chevette hér á landi sannað yfirburði þessa fjölhæfa fjölskyldubíls. Erlendis hefur Chevette unnið marga glæsilega sigra í „rally“-keppnum. Hann er búinn 68 ha. vél 1255 cc, 4ra gíra alsamhæfðum gírkassa, Deluxe innréttingu, upphitaðri afturrúðu, góðri miðstöð o.m.fl. Þú þarft ekki að vera í vafa lengur. Chevette er líklega einn sá besti. Ennágóðu verði. Sýningarbíll í salnum. Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.