Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 16
JÓLAPÓSTURINN 16 Friðfinnur mætti prest- inum á þorpsgötunni og séra Andríkur sá að það lá illa á sóknarbarninu. Og það var nú einu sinni hans atvinna að sefa þjáðra sorgir/ svo hann tók Frið- finn tali og spurði, hvað amaði að. Ég held , að einhver h^af i stolið reiðhjólinu mínu, sagði Friðfinnur. Getur það virkilega verið? spurði prestur, og fannst lítill á- rangur erfiðis síns. En Friðfinnur hafði leitað dyrum og dyngjum, oq hvergi fundið reið- hjólið. Það var alveg öruggt mál, einhver hafði tekið það ófrjálsri hendi. Presturinn fékk nú á- huga á málinu, því hann á- leit það skyldu sína að kæfa syndina í fæðingunni, og ákvað að hjálpa Frið- finni að finna hjólið. Hann hugsaði málið um stund; svo sagði hann við sóknar- barn sitt: Kom þú til kirkju á sunnudaginn kemur. Ég mun fara með boðorðin tiu og þegar ég segi: Þú skalt ekki stela, skaltu standa upp og hvessa augun á hvert sóknarbarn, og vita hvort þú sjáir ekki þjófinn glúpna. Þetta fannst Finni alveg þjóðráð og lofaði að gera sem prestur hafði fyrir hann lagt. Sunnudagurinn rann upp. Friðfinnur fór í kirkju, og beið í ofvæni eft- ir boðorðunum. Og þegar presturinn þrumaði„Þú skalt ekki stela", spratt hann upp og hvessti augun á söfnuðinn, en settist síð- an niður. Eftir messu, hitti séra Andrikur Finn, og sá að hann var Öllu hressari. —Sástu þjófinn? spurði prestur. — Nei, það bar ekki árangur,en þegar þú komst að boðorðinu: „Þú skalt ekki.girnast konu náunga þíns", þá mundi ég hvar eg hafði gleymt hjólskömm- inni. — Ertu fullur? spurði lögregluþjónn mann, sem lá endilangur í götunni. —Nei, svaraði maðurinn. —Hvað ertu þá að gera mað að liggja endilangur í ræsinu? —Ég fann bílastæði, og sendi konuna mína heim til að ná í bilinn. Kaupmaður einn í vest- urbænum var þekktur fyr- ir lipurð við viðskiptavini sina. Eitt haust seldi hann konu einni svið af f jórum kindum. Þegar til kom, reyndust lappirnar, sem konan fékk aðeins 14. Hún hringdi þvi til kaupmanns- ins og spurði hverju þetta sætti. Svar hans var á þessa leið: -Kæra frú mín. Ég get f ullvissað yður um það, að lappírnar voru aldrei f leiri á kindunum. Frú Jóhanna ók í róleg- heitum eftir tvíbreiðri göt- unni og virtist vera hin á- nægðasta. Skyndilega og án viðvörunar, tók hún krappa beygjutil vinstri og lenti í árekstri við annan bíl. — Fjandinn sjálfur, org- aði hinn bílstjórinn. — Hvers vegna gáfuð þér ekki merki? —Látið ekki eins og asni, ,maður minn, svaraði frú Jóhanna, ég beygi allt- af hér. vclur tmust Min^afélM LJLJ LJ SA\I VI\\lTRY(«Cil\(iAR GT J ólabakstur Mömmukökur 125 g smjör 250 g sirop 125 g sykur 1 egg 500 g hveiti 2 tsk natron 1 tsk engifer Hitiö smjöriö siróp og sykur saman I potti. Kæliö hræriö eggi saman viö. Sigtiö hveiti meö natroni og engifer og vætiö i meö sirópsblöndunni. Hnoöiö. Látiö deigiö bíöa á köldum staö yfir nótt. Fletjiö deigiö út og mótiö úr þvi kringlóttar kökur. Bakiö viö 200 gr. C fallega brúnar. Leggiö kökurnar saman tvær og tvær meö smjörkremi. Piparkökur 75 g smjör 1 1/2 dl siróp 1 1/2 dl (125 g) púöursykur 1 1/2 dl (125 g) sykur 1 1/2 dl rjómi 3 tsk kanill 2 tsk engifer 3 tsk negull 4 tsk natron 10 dl (600 g)hveiti. Velgiö smjör og siróp. Blandiö hinum efnunum saman viö. Hnoöiö samfellt. Geymiö yfir nótt á köldum staö. Fletjiö deigiö þunnt út. Skeriö út myndir t.d. stjörnur, hjörtu dýr og fl. Bakiö viö 225 gr. C i 4-5 min. Jóla-ávaxtakaka 200 g smjör 200 g sykur 4 egg (200 g) 200 g hveiti 200 g kúrenur, rúsinur og súkkat. Hræriö smjör og sykur ljöst og létt. Hræriö eggjarauöurnar saman viö einni og einni i senn. Hræriö rösklega i 15 mln. Blandiö hveiti og ávöxtum saman viö (þvoiö ávextina og þurrkiö). Blandiö aö lokum stifþeyttum eggjahvitum varlega I. Bakiö i vel smuröu móti. Losiö úr mótinu og leggiö á rist. Kakan er best eftir nokkra daga en geymist mjög vel. Hiti: 175 gr. C Timi: 60 min. Sirópskaka (geymist vel) 1 kg hveiti 300 g sykur 400 g smjör 500 g siróp 3 tsk negull 2 tsk kanill 2 tsk kakó 3 tsk hjartasalt 3 egg smjörkrem: 6 smk smjör 4 bl. flórsykur 2 eggjarauöur Saxiö smjöriö saman viö hveitiö blandiö þurrefnum saman viö, vætiö i meö sirópi og eggjum og hnoöiö deigiö saman. Skiptiö i 4 hluta. Breiöiö hvern hluta Ut á bökunarplötu og bakiö i 200 gr. C heitum ofni. Leggiö kökuna saman meö smjörkremi og leggiö létt farg ofan á i nokkra klst. Kardimommukaka 250 g hveiti 2 tsk lyftiduft 100 g smjör 2 tsk kardimommuduf t 125 g sykur (11/2 dl) 1 egg 2 dl mjólk Saxiö smjöriö saman viö hveitiö og lyftiduftiö. Bætiö kardi- mommu, sykri, eggi og mjdlk og hræriö allt saman. Helliö deiginu Iform. Stráiö kanil sykri og möndlum yfir. Bakiö viö 225 gr. C i 25 min. Til skrauts: 1 tsk kanill 2 tsk sykur lOstk. möndlur afhýddar skornar eftir lengdinni. Jólasælgæti Börnunum þykir nú alltaf gam- an aö taka þátt i jólaundirbún- ingnum með heimilisfólkinu, og sælgæti er auðvelt og spennandi að búa til. Rjómakaramellur 3/4 dl sýróp 2 1/2 dl rjómi 1 1/2 dl sykur 1 msk. smjör 3-5 msk. saxaöir hnetukjarnar Sjóðið sýróp, rjóma, sykur og smjör i potti með þykkum botni við hægan hita og hrærið i viö og við, þar til það fer aö þykkna. Reynið hvort þetta er hæfilega soðið þannig: Látiö nokkra dropa af karamelludeiginu drjúpa ofan i kalt vatn. Ef þaö er hæfilega soöið halda droparnir lögun sinni, en eru þó aðeins linir viökomu. Hrærið þar til það hefur aöeins kólnað. Blandiö söxuðum hnetu- kjörnum saman viö og helliö deiginu i smurt mót. Skeriö skuröi i deigiö áöur en þaö er al- veg hart og brjótiö siöan þegar þaö er alveg hart. Kókoskúlur 100 gr. smjör 175 gr. sykur 50 gr. hakkaðar hnetur 30-40 gr. kakó 1/2 msk neskaffi 1 msk rom eða appelsinusaft Um það bil 100 gr. kókosmjöl Hrærið smjör og sykur vel sam- an —bætið hnetum, kakó, kaffi og rommi og helmingnum af kokos- mjölinu. Blandiö þessu vel saman og mótið sem kúlur, veltið þeim upp úr restinni af kókosmjölinu og látiö þær harðna áöur en þær eru látnar i öskju. Skrýtlur Skoti og Gyöingur voruá gangi saman. Allt i einu beygöi Gyðing- urinn sig niöur og tók upp einn shiiling, sem hann haföi komiö auga á. Skotinn flýtti sér til næsta augnlæknis og léthann rannsaka i sér sjónina. ,,Já, þiö skiljiö fátt ennþá, unga fólkiö, svaraöi amman og hristi höfuöiö. „Lestu ritninguna: þar stendur: Og I reiði sinni refsar Herrann fókinu meö þrumum og eldingum,— Þú séröaöþetta hef- ur ekkert meö rafmagn aö gera.” Storm Petersen var þekktur danskur grinisti. Dag nokkurn lét hann klippa sig. „Viljið þér fá háriö greitt aft- ur?” spurði rakarinn. „Nei takk, þér megið eiga þaö”. „Já, en ég meina: hvernig vilj- iö þér hafa þaö?” „Eins og hann frændi minn” „Og hvernig hefur hann þaö?” „JU takk, hann hefur það ágætt”. — Mig dreymdi i nótt, aö ég væri dauöur! — Og vaknaöirðu viö hitann?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.