Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.12.1978, Blaðsíða 17
JÓLAPÓSTURINN 17 SKRYTLUR Frú Mclntosh kemur hlaupandi inn: — Thomas, Thomas! Það er kominnókunnugkýr inn igarðinn okkar. — Farðu og mjólkaðu hana á meðan hún stendur við, svaraði Thomas i mestu rólegheitum. — Er ekki hættulegt að stýra bil, bara með annarri hendinni? — Jú, mikil ósköp. Margir ung- irmenn hafa lent i kirkjunni þess vegna. — Heyrðu, góði, ég get ekki sofið: mig dreymdi, að það væri mús i herberginu. — Láttu þig þá dreyma kött og sofðu áfram. ,,Ef ég ætti mikla peninga”, andvarpaði litli snáðinn, ,,þá skyldi ég bjóða öllum mæðrum upp á lýsi og hafragraut. Það er sá bezti og hollasti matur, sem hægterað fá —segir mamma!”. 1. flækingur: — Hvað myndir þú gera ef þú ynnir hæsta vinn- inginn i happdrættinu?” 2. flækingur: — Ég myndi láta bólstra bekkina i skemmtigarðin- um. Gestur: „Af hverju hafið þið ekki sima hérna?” Forstjóri klúbbsins: „Flest meðlimanna eru kvæntir.” — Hvað er að sjá þig, Sigurður! Þú ert eins og beinagrind. Ertu eitthvað veikur? — Nei, konan er að megra sig. — Mamma, þar ég ehdUega að þvo mér i framan? — Ja; auðvitað. — Hvers vegna má ég ekki púðra mig eins og þú? Arni: Ég fæddist sama árið og Jón Sigurðsson dó. Bjarni: — Það er sjáldan ein báran stök. Konan mi'n hefur allar dyggðir og er ákaflega hagsýn. Við klár- um okkur án allra þeirra hluta sem mig vantar. — Þetta er alveg hræðilegt rnálverk. — Ég málaði það. — Misskiljið mig ekki: Mál- verkið er gott, en það er fyrir- myndin, sem er hræðileg. — Þaö er konan min. Storkurinn kom með eitt i viðbót i morgun. — Var það drengur eða stúlka. — Vitanlega. Það var-i sögutima. Kennarinn bað einhvern i bekknum að segja sér frá Haraldi hárfagra. „Hann er dauður,” svaraði einn. Annar rétti upp hendina: „Og hann Hannes á loftinu er lika dauður.” „Það er stormur að suöaust til suður,” sagði skipstjórinn. „Það hlaut að vera, að hann bléái af þremur áttum,” sagði sjóveikur farþegi. Vonogvíssa s s. Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Ahersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SIBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS Alhliða þjónusta varðandi pípulagnir og hitakerfi, Verkstæði og vörugeymsla er að Spítalastíg 6 — Sími 26748. I Viðskiptavinum mínum sendi ég beztu jóla- og nýjársóskir, svo og landsmönnum ötlum. Ingibjartur Þorsteinsson Espilundi 1 - Sími 44094

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.