Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 2

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 2
10 ÆGIR. fetum á sekúndunni, svo fer vindhraðinn jafnan vaxandi inn að miðpunkti hvirfil- vindsins, og inn við miðpunktinn getur hraðinn orðið alt að 200 fetum á sekundu. Það mun samsvara 100 pd. þunga eða þrýsting á hvert □ fet. Þá er hraði hvirfilstonnsins mjög mis- jafn, hann getur verið frá 5—40 enskar mílur á klukkustund. Verður þannig tvenns- konar lireyfing, semlofthlutarnir hafa í hvirf- ilstorminum, nefnilega hreyfing þeirra inn- an í honum og hreyfingin áfram í þá stefnu sem hvirfilstormurinn lieldur. Samkvæmt áminstu lögmáli fyrir stefnu vindsins, blæs hann þá jafnan skáhalt inn að miðpunkti hvirfilstormsins, eða sem næst því eftir spírahnynduðum línum eða skrúflínum og þá þannig, að á norður- helmingi jarðar er vindáttin h. u. b. A.- N.-A. þegar miðpunktur hvirfilsins ersuð- ur af manni, að vindáttin er S.-S.-Ö þeg- ar miðpunkturinn er vestur af manni, að vindáttin er V.-S.-V. þegar miðpunkturinn er norður af manni og að vindáttin er N.-N.-V. þegar miðpunkturinn er fyrir aust- an mann. Af þessu sést, að vindurinn í hvirf- ilstorminum lireyfist mót sólu, eða gagn- stætt vísir á úri. Þetta á sér þó að eins stað á norðurhelmingi jarðar. Þá er að minnast á hægri og vinstri hlið hvirfilsins. Maður hugsar sér línu dregna gegnum miðpunkt hans í sömu stefnu og hann fer áfram. Og fylgi maður honum þá eftir, er hægri hlið hans til hægri og vinstri hlið hans til vinstri handar, Hugsi maður sér enn fremur einhvern stað er hvirfilstormur geysar yfir, sést af því fram- ansagða að þar gengur vindurinn til með sól eða sólarsinnis í hægri hlið hvirfilsins, en á móti sól í vinstri lilið hans. Á norðurhelmingi jarðar er hægiá hliðin talin sú hættulega hlið, en á suðurhelm- ingi er vinstri hliðin sú hættulega. Á norðurhelmingi jarðar er hægri liliðin liættulegri vegna þess, að vilji maður reyna að sigla frá miðpunkti hvirfilstormsins með liðugum vindi, þá fer slcipið í sömu stefnu og hvirfilstormurinn heldur, og getur maður því átt á hættu að lenda í mið- punlcti hans. Ég kem þá að reglunum fyrir þvi, hvern- ig menn eiga að haga sér í hvirfilstormi á norðurhelmingi jarðar. Sé maður í óvissu um hvort maður er í hægri eða vinstri helmingi hvirfilstormsins á að beita skipinu sem næst vindi, og hafa hann á stb. eða sigla beitivind með stb.- hálsi, sem kallað er. Gangi nú vindurinn til með sól, er skipið statt í hinni hægri eða hæltulegu hlið, en gangi vindurinn til móti sól, er skipið í hinni vinstri eða betri hlið hvirfilvindsins. Hafi maður nú fundið að skipið var í hægri hliðinni, verður að sigla eins og skipið þolir beitivind með vind á stjórn- borða og sigla þannig meðan loftvogin lækkar. Fari loftvogin að hækka aftur, er það merki þess, að skipið er komið fram hjá miðpunkti stormsins og má þá sigla liðugr a og rninka ferð, því þá er skipið úr aðalhættunni. Sé eigi hægt að sigla beitivind veðurs vegna, stórsjóa eða því líku, verður að taka þann neyðarkost að leggja til drifs, en það ber jafnan að gjöra með stb.liálsi; hér gengur vindur alt af til með sól, og þar eð vindáttin breytist fljótar en vindaldan eða sjógangurinn og skipið snýst með vindin- um, þá kemur það til að stefna beint á sjóinn. Vildi maður aftur á móti undir þessuin kringumstæðum legg’ja til drifs með bakb.- hálsi, þá kemur vindurinn æ framar á bakb. (liann gengur til með sól) en af því leiðir aftur, að skipið stefnir ekki lengur á sjóinn, heldur liggur fyrir flatri bárunni og hefir það jafnan hinar hættulegustu af- leiðingar, enda er talið að margir skip-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.