Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 6
14 ÆGIR. einkum hafði haft hugann við þessi ái'in. Það er: Hvaða verldegt gagn hvert af þeun töndum, er þátt ióku í rannsóknun- um, hefðu af þeim. í íiskiveiðunmn, eins og landbúnaðin- um, koma fyrir tímabil, þegar ný starf- svið eru fundin, og aftur eru önnur tíma- bil, þegar næst liggur fyi’ir að koma öllu sem haganlegast fyrir á hinum gömlu starfsviðum, er menn þekkja orðið svo vel. í Noregi hefir verið og er enn mögu- legt, að framkvæma nokkuð á hinn fyr- nefnda hátt. Þegar hinar norsku fiski- rannsóknir fengu sitt eigið skip og hinar vísindalegu rannsóknir áttu að hyrja, þá varð það brátt augljóst, að geysimikið verkefni lá fyrir höndum, að leita fiskjar úti á sviðum, er voru mörghundruð fer- hyrningsmílur að stærð og þar sem fiski- vciðar aldrei höfðu verið revndar áður. Og seinna hefir ríkið látið gera mai’gar tilraunir; hefir árangur þeirra verið gerður lieyrum kunnur, og má væntanlega segja með sanni að hann hafi hjálpað fiski- mönnunum norsku í örðugleikum þeirra við að leggja niður flskiveiðar með strönd- um fram á opnum bátum og taka upp fiskiveiðar riti í rúmsjó á góðum þilskip- um. Með íiskirannsóknum, er í raun rjettri hafa leitt til nýrra fiskiveiða, hafa verið könnuð stór svæði með ströndum fram í Noregi, af Austurhafinu, milli Fær- eyja og Islands, og það á ýmsum tíma árs. Á síðustu árum hafa líka fiskiveiðarnar norsku breyzt ákaílega mikið. í stað opnu hátanna liafa verið keypt og bygð stærri eða smærri þilskip. Sem stendur eru til 4500 þilskip. Fyr eða siðar munu nú þessi skip hafa kynst fiskimiðunum svo vel, að landslagsrannsóknir á fiskiveiðun- um fá einkum sitt gildi í því að auka al- menna þekkingu á lífsskilyrðum fiskanna á mismunandi dýpt og ýmsum svæðum. Hér liggur því mikið og varanlegt verk- efni fyrir hendi fyrir þjóðlegar og alþjóð- legar fiskirannsóknir, að útvega mönnum margskonar fræðslu og áreiðanlega vissu, til leiðbeiningar er rnenn vilja fá þjóð- hagslegan skilning á vinnu- og framtíðar- kjörum fiskiveiðanna. Það er tvent mikils um vert, er frá alda öðli hefir mestu varðað í sögu fiskiveið- anna. Annað er hinar miklu breytingar, sem liagurinn af fiskiveiðunum er undir- orpinn ár frá ári eða frá einu ára-tíma- bilinu til annars; liitt er hin gamla spurn- ing, livort fiskiforðinn í sjónum fari minlc- andi vegna fiskiveiðanna. Breytileglcikinn í fiskiveiðunum hefir frá alda öðli verið afarmikils um • varðandi í fjárhagslegu tiliiti. í Noregi hafa liinar miklu þorskveiðar, sem þar hafa verið með köflum, liaft eins lengi og sögur fara af, svo miklar afleiðingar í för með sjer, að árferð þjóðarinnar hefir verið undir þeim lcomin. I finnfiskinu liafa meir að segja með einungis 3 ára millibili orðið svo miklar breytingar. að munað hefir 3—23 miljónum þorska á öllum aflanum. Jafnvel í fiskiveiðunum í Vesturhafinu má benda á mikinn breytilegleika, og það þó að þar sé auðvitað miklu auðveldara fyrir gufuskipin stóru að elta og leita uppi fisk- torfurnar lieldur en fyrir strandæringana við strendur Noregs. — Ræðumaður gaf hér nokkrar skýrslur til skýringar þessurn atriðum. í nánu sambandi við þetta atriði stend- ur spurningin um minkun fiskiveiðanna árlega. Fiskiveiðarnar í Vesturhafinu liafa farið geysimikið vaxandi á síðasta manns- aldri og spurningin því komið fram með meiri áhuga en nokkru sinni áður. Menn eru liræddir mn að liinar áköfu fiskiveið- ar í Vesturhafinu hafi minkað fiskiíbrðann, og spurningar um ofmikið fiskidráp, friðun o. s. frv., hafa oft komið til mála bæði í ræðum og ritum vísindamanna og annartt,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.