Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 14
22 ÆGIR. affcan okkur, en mókti þetfca alt af jafnhægt. Svo vórum við orðnir það nærri þvi, að við sáum það ailir vel með berum augum. Lengd framan frá haus og aftur á þriðju hæð var á að gizka á annað hundrað álnir, því að alt af var sjór á miili hæðanna og iangfc bil, en þó víst að þetta var alt einn fiskur, því að allar hæðirnar snerust eðlilega eftir því sem hann sneri sér sitt á hvað. Höfuðið á hon- um var líkast hraunkietti með mörgum mis- hæðum upp úr, dökkum á lit, með hvít-grá- um mosablettum, þegar sást beint framan á það; það var beint niður að framan, 2—3 álnir að hæð; en þegar sást aftan á það var það bustmyndað. Næsta hæð var dökk á lit og siétt að sjá eins og hvalsbak. Þriðju hæð- ina sáum við ekki eins vei, en þegar við sá- um þær báðar voru þær líkastar á stærð upp- blásnum hvalskrokkum, við og við kom reyk- ur úr hausnum líkt og úr smá-hvölum. Síðast var hann iandmegin við okkur aftan til þver- skipa, á að gizka í hundrað faðma fjariægð er hann stakk sér. Þá sáum við keilumyndaða strýtu síðast er við héldum að vera myndi sporðurinn. — Yið sáum hann i tæpar tvær stundir. Hafnaríirði í febr. 1907. Bergur Jónsson skipstjóri. Nýtt stórslíip. Cunard-línan cr að láta ljúka við silt nj7jasta risa-skip, »Lúsitaníu« og stendur það nú allra skipa efst að útbúningi o. 11. Þetta sjóbákn er ekki niinna en 785 fet á lengd, rúmmál þess 32,500 smál. og þó að það sé svona tröllslegt getur það farið 25 mílur sjávar á vökn. Útbúningurinn innan ])orðs er sumstaðar svo óhóflega skrautlegur og íburðamikill að undrum kvað sæta, en svo að keppinautarnir geti ekki kornist fram úr fyr en öllu er lokið, þá er mörgu lialdið leyndu fyrst um sinn. Yfirleitt er tilgangurinn með þessu sá, að menn geti sem allra minst orðið varir við að þeir séu á skipi og ekki í skrautlegri höll á landi uppi. Þessvegna eru settar í alla salina og sérklefana opnar kamínur, gluggaljöld fyrir gluggana eins og í hús- um, og gluggarnir ferhyrndir eins ogvenju- tega á húsum. Lyftir ganga upp og ofan og flytja menn af einu þilfarinu á annað. Eðlilega liafa verið notuð öll hægindatil- færi, sem nútíðin getur í té látið, þannig er hægt að símtala úr hverjum sérklefa og ná í til viðtals t. d. blaðasölumann, hár- skera og rakara vínsala, lækni o. s. frv. Rafmagn er svo mikið notað að það er meira að segja hægt að velgja lökin með því. Gufubað, loftbað og ýms annarskon- ar böð eru í skipinu og þess að auk á- gætur leikfimissalur. Á kvöldin má sjá ekki færri en 1200 glugga uppljómaða. Skipshöfnin er 800 manna. Á fyrsta far- rými er auk þess rúm fyrir 550 farþega á öðru 500 og hinu þriðia 1300, svo að skipið getur ílutt 3150 manna, þá er full- skipað, er í einu yfir Atlanlsliafið, — Það gæti sjálfsagt flutt alla íbúa úr höfuðstað vorum í tveim ferðum. Góðir sundnienn. Frá því er sagt í »Norðurlandi« (9. ág.) að Lárus J. Rist sundkennari á Akureyri hafi efnt lieitstrenging nokkra »frá því í vetur, en liún var sú, að synda yfir Eyja- fjörð í öllum klæðum og sjóklæðum og sjó- stígvélum; þó áskildi hann sér rétt til þess að kasta af sér klæðum á sundi. Hljóp hann út af Oddeyrartanganum í öllum þeim klæðum, er að ofan greinir og synti frá landi allmarga faðma; kastaði liann þá af sér klæðunum, og er það allramál, er sáu að það liafi hann gert með frábærum fim- leik; nokkur ágreiningar er um, live löng- um tíma það hafði numið, en það mun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.