Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 3

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 3
ÆGIR. 11 skaðar orsakist af því að menn leggi ekki til drifs með vind á rétt borð. Sé skipið í vinstri lilið hvirfilstormsins, er ekkert annað að gera en sigla liðugt og hafa vindinn 4—5 stryk fyrir aftan þvert á stb. og sigla eins mikið og sjór og vind- ur leyfa, alt þangað til loftvogin fer að stíga, þá er skipið komið fram hjá mið- punkt hvirfilstormsins og úr hættunni. Ég hefi þá í fám orðum lýst hvirfdstormi og hvernig menn eigi að varast miðpunkt hans. Fyidr og eftir* 1814. Eftir Fr. Macodij Limd. (Framh.) Árið 1742 var stórkaupmanna- félagið (grosserer-societetet) stofnað, og valdi stjórnin sór það að ráðunaut í verzlunarsök- um, á borði þótt ekki væri það svo í orði, leitaði álits þess um verzlun og siglingar og tók tillit til þess við embættaveitingar í verzl- unarinnar þjónustu. Það er eftirtektavert og einkennir vel tímabilið, að nólitík ríkisms fer jafnhliða verzlunar fyiirtækjunum. Sama ár og hið AlmennajVerzlunarfélag (det Alminde- lige Handels Kompani), — sem meðal annars ætlaði sór að reka verzlun á Miðjarðarhafinu, var stofnað, — sjáum vór að ríkið árið 1750 gerir samninga við sjóræningjaríkin til þess að tryggja rétt hins dansk-norska fána, nokkrum árum eftir að það hafði gert verzlunarsamn- ing við hin ítölsku ríki. Konsúlar voru settir þar sem kaupmennirnir vildu, og þeim sett fyrir hendur verkefni eftir þeirra ráði. Til þess að færa sér hin miklu verzlunarskilyrði í nyt, á meðan hin ríkin áttu í ófriði, var með aðstoð stjórnarinnar stofnað með einka- réttindum og einkaleyfum hið Austur-indversks, félag, hið Vestur-indverska félag og hið Al- menna fólag, er sneri sér að útjaðri heims- verzlunarinnar, að Miðjarðarhafinu og Norður- íshafinu. Þessi og önnur félög rökuðu að sér með hægu móti eins miklu fé og fimbul- fyrirtæki nú á dögum, —2—3—7, meira að segja alt að því 9 miijónum króna. Svo var tíðin stór og sterk! Þótt þessi félög græddu ekki öll peninga og það yrði ekki ætíð að gagni að draga svo mjög taum Kaupmamw- hafnar, fékk Aim. féiagið þó verulega þýð- ingu fyrir Noreg, með því að það gerði hina norsku fiskverzlun auðveldari í Miðjarðarhaf- inu. Samfara þessari starfsemi fyrir verzlun- arframfarirnar verðum vér varir við hinar alvarlegustu tilraunir til þess að færa sér auð- æfi hafsins í nyt. Alveg eins og á Skotlandi og Englandi byrja menn á tilraunum, er til neitunar horfa, með banni gegn veiðum út- lendinga við ísland og annarstaðar. Þegar árið 1671 voru hinar fyrstu hafs-fiskiveiðar byrjaðar, með þvi að félag eitt í Björgvin og annað í Kaupmannahöfn var stofnað það ár til þess að stunda íiskiveiðar í Davis-sundinu. Félag þetta var 1678 styrkt með tollfreisi fyrir afurðir þess. Björgynjar-félagið átti 15 skip árið 1722, en af því að það varð fyrir fjártjóni, fékk það 1724, eftir að það hafði komið sér upp fjárstofni aftur, leyfi til að stofna hlutaveltu („lotterí") og 1725 auka- skatt í 2 ár til stuðnings starfsemi siuni, — sem menn sjá: alveg eins og í Lundúnum. En bæði þetta félag og hitt og Almenna fé- lagið sömuleiðis, er loksins hélt áfram þessu fyrirtæki og færði út kvíarnar með því að stunda einnig þorskveiðar við ísland, tapaði þrátt fyrir enn meiri íviinanir fé, miklu fé. En þótt þannig bæði Alm. félagið og einstak- ir menn hefðu haldið áfram þessu fjártjóni, sjáum vér barist fyrir opinberri styrkveitingu í flugritum og verzlunar- og fjármála-nefndir hvetja til frekari tilrauna, og kaupmennirnir sem líka voru spurðir ráða, tóku í sanra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.