Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 10
18 Æ G I R. þá skrásetningarstjóri í því umdæmi, er skipið var skrásett í. senda skrá- setningarsljóra í umdæmi þvi, erskip- ið á að flyljast í, eftirrit af veðbréfum þeim, og öðrum eignarliaftsbréfum, er þinglesin liafa verið um skipið, svo og útskrift af blaðsíðu skipsins í skipa- skránum, og ber skrásetningarstjóra í liinu nýja umdæmi kauplaust að ann- ast um innfærslu veðbrjefanna i afsals- og veðbréfabók lögsagnarumdæmisins, og geta um yeðsetningarnar á blaðsíðu skipsins í skipaskránni; hefir slík inn- færsla sama gildi, sem liinn uppruna- legi þinglestur. Nafnbreyting á skipi eða flutning þess í annað skrásetningárumdæmi má því að eins leyfa, að allir þeir, sem þinglesinn veðrétt bafa i skipinu, sam- þykki það. 5. gr. Nú missir skrásett skip rétt til að sigla undir dönsku flaggi, cða er af öðriim ástæðum strykað út úr skrám yfir íslenzk skip, og hefir þetta engin áhrif á þinglesinn veðrétt, cða aðrar þinglesnar eignartakmarlcanir. En í gjalddaga fellur skuld, sem trygð er með þinglesnu veði í skipi eða skips- hluta, um leið og skipið er selt úl úr landinu, og verður þar af leiðandi strykað út af skipaskránni. 6. gr. Innan tólf mánaða eflir að lög þessi öðlast gildi, skal afhenda blut- aðeigandi embættismanni í því um- dæmi, þar sem skipið er skrásett lil þinglesturs, öll bréf með veði í skrá- settum skipum, er þinglesin hafa verið áður en lög þessi öðlast gildi, ella týn- ist veðrétturinn. Hafi bréfið áður verið þinglesið í sama lögsagnarumdæmi, þá nægir að veðsetningarinnar sé getið á blaðsíðu skipsins á skipaskránni. Fyrir vottorð pip innfærslu þess svo og fyrir þing- lestur þann, er ræðir um í þessari grein, skal ekkert gjald greiða, 7. gr. Lög þessi gilda að eins um skip eða báta, sem eru 5 — fnnm — smálestir að stærð eða meira. 4. Lög um lánsdeild við Fiskiveiðasjóð íslands. 1. gr. Við Fiskiveiðasjóð íslands, sem stofnaður er með lögum 10. nóv. 1905, skal setja á fót lánsdeild, til að veita aðgang að lánum gegn veði í fiskiskipum, bátum og öðrum eignum, er heyra til þess, að reka fiskiveiðar. 2. gr. Sem tryggingarfé fyrir láns- dcikl Fiskiveiðasjóðsins skulu vera 100,000 krónur af sjálfum Fiskiveiða- sjóðnum. Landssjóðurinn ábyrgist, að þótt Fiskiveiðasjóðurinn fyrir ein- bver óhöpp kynni að verða minni en 100,000 krónur, þá skuli þó trygg- ingarfé þetta nema þeirri uppliæð. Tryggingarféð, ásamt skuldabréfum þeim, sem lánsdeildin fær frá lántak- endum sínum, með þeirri samstak- legu (sólídarisku) ábyrgð, sem síðar getur um, svo og allar aðrar eignir hennar, eru því til tryggingar, að lánsdeildin íullnægi skuldbindingum sinum. 3. gr. LánsdeildFiskiveiðasjóðsins getur gefið út vaxtabréf, er hljóða upp á handhafa, en geta orðið skrá- sett upp á nafn. Upphæð þeirra sam- tals má eigi fara fram úr fimmfaldri upphæð tryggingarfjárins og vara- sjóðsins til samans. Eigi beldur má nokkru sinni vera í umferð manna á milli stærri upphæð at vaxtabréf- um þessum, en upphæð skuldabréfa þeirra, sem lánsdeildin á. 4. gr. Fé lánsdeildarinnar skal lána út gegn veði i íslenzkum skip- um, báfum, fasteignum og öðrum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.