Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1907, Blaðsíða 7
ÆGIR. 15 Ræðumaður skýrði því næst rækilega frá þeim aðferðum og meðulum, sem liöfð eru við rannsóknirnar. Tilgangur þeirra er í stuttu máli sá, að lýsa verustað og göngu fiskjarins, vexti hans og vaxtarlagi ár frá ári alla ævi, frá því hann fæðist svo sem 1 mm. stórt hrogn og þangað til hann einu eða fleirum sinnum á ævi sinni eyk- ur kyn sitt. Þetta krefst fyrst og fremst þess, að hægt sé að þekkja hverja tegund fiskjar fyrir sig á hverju þroskatímabili hennar sem er, að liægt sé að þekkja hrogn, lirfu og ungviði einnar tegundarinnar frá annari. Að því er viðvíkur flestum af liinum al- gengustu og helztu fiskitegundum vorum, er þetta nú fyrst orðið hægt við allar hinar miklu safnanir og rannsóknir, sem gerðar hafa verið með hinni alþjóðlegu samvinnu. Vér getum nú aðgreint næstum allar hinar helztu fiskitegundir hvora frá annari mestan liluta af allri ævi þeirra. Það skiftir afarmiklu fyrir rannsóknirnar að geta nú vitað hversu fljótir fiskarnir eru að vaxa, eða hversu gamlir þeir eru þá er þeir eru svo eða svo stórir. Einnig að þessu leyti hefir hin alþjóðlega sam- vinna náð mjög miklum framförum. Hér kom uppgötvun Þjóðverjans Reibisch að góðu liði, en hún var sú, að árhringar væru á kvörnunum í kolunum eins og á stofnum trjánna og hornum kúnna. Seinna hafa menn sýnt fram á það, að þess konar árhringar eru eigi að eins á kvörnunum, heldur lika á mörgum af beinunum í fisk- inum og sömuleiðis á hreistrinu, og geta menn því nú sagt með vissu og nákvæmni, hversu gamall hver þorskur, ýsa, upsi, koli og fleiri fiskar eru. Hér við bætist þriðja verkefnið, sem er mjög mikilsvarðandi, að rannsaka veru- staði og göngu^fiskanna. Þetta er gert á mismunandi hátt. Öruggast er og nákvæm- a$t að merkja fiskana. Á þann hátt hefir mönnum t. d. tekist að sýna, að svo miklu leyti sem viðvíkur skarkolunum, miklar göngur i Vesturhafinu og göngur frá norð- strönd íslands að suðurslrönd þess. En merkjum verður eigi viðkomið á meðan fiskur er í byrjun uppvaxtar. Hafa menn þá engin önnur ráð en að rannsaka með veiði, hversu mikið er fyrir á ýmsurn stöð- um og ýmsum tímum af hrognum, lirfum, ungviði og stórum fiskum, að bera saman hversu reynist í hvert skiftið og draga á- lyktanir af því. Með því að draga á með ungviðisvörpu svo oft að hundruðum skifti yfir Vesturhaf alt og mikinn hluta Atlants- hafsins gátu hinir dönsku rannsóknamenn sýnt fram á, að lirfur álanna var hvergi að finna nema úti á reginhafi. Þar sem Atlantshafið er dýpst, og af þessu gátu menn dregið mjög yfirgripsmiklar áætlanir um göngu fullorðnu álanna. Árið 1901 voru rannsakaðar hrygni- stöðvar þorskanna; þá fanst mikið af hrogn- um á einum stað, þar sem eigi liafði verið fiskað áður; voru þá gerðar veiðitilraunir þar og veiddist hálf þriðja miljón þorska það ár á þessu miði. Á sama hátt geta menn einnig gert sér hugmynd um göngu fiskanna af því, hversu mikið veiðist af hverri stærð á sama miðinu. Sem Qórða flokk aðferðanna, sem er ó- hjákvæmilegur til þess að rannsalca ævi fiskanna, nefndi ræðumaður rannsóknir á efnisfari og ásigkomulagi hafsins. Með þessum aðferðum fá menn vitneskju um, við hve mikinn hita fiskarnir eiga að búa, efnasamsetningu vatnsins í sjónum og hieyf- ingar þess, straumana. Með þessu verða margar af göngum fiskanna skiljanlegar. Skoðanir þær, er menn höfðu áður á stefnu og krafti straumanna, hafa á þessum sið- ustu 5 árum tekið miklum breytingum eða fengið alt annan og áreiðanlegri grundvöll,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.