Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 6
42 ÆGIR. Stutt ágrip af fyrirlestri, er dr. ./. Iljort fiskiveiðcisljóri, flutti á sýningunni í Björgvin. —:o:— (Framli.) Ræðumaður skýrði því næst frá því, að hve miklu leyti þessar rannsóknaraðferðir liafa aukið áreiðanlega þekkingu vora á líferni nokkra hinna helztu fiska, svo sem síldarinnar, upsans, þorsksins, ýsunnar og kolans. Síldin. Síldin er mjög merkileg í náttúrusögu- legu tilliti, og kynlegar eru göngur hennar að landi. Af síld eru til margar og all- ólíkar tegundir. Á hreisturhringunum má sjá áídur liverrar síldar, og ýmisleg æíi- alriði hennar. Vöxtur vorsíldarinnar er jafn og mikill unz hún er alt að því 5—6 ára að aldri; fjarðasíldin vex minna og er fyr fullvaxin. Mesta þýðingu hefir það að atliuga nánar hreisturskán fyrsta ársins lijá hinum ýmsu tegundum. Munu menn þá fljótl verða þess varir að mikill munur er á hinum ýmsu síldartegundum. Má og sjá á því hvor síldin hrygnir á vorin eða liaustin. Rannsalci menn vor-síldarLorfu, þar sem allar síldirnar virðast vera svo að segja eins, komast menn að raun um það, að liún samanstendur af síldum, er flokka má í 12 ílokka eftir aldri, nefnilega síldir á öll- um aldri frá 3—14 ára; fáar 3 ára en fjöldin allur 4—8 ára. Vorsíldin hrygnir frá því hún er 3 ára og þangað lil hún verður 14 ára gömul. Upsinn hrygnir fyrsla mánuðinn af árinu á 80 fðm. dýpi minnst, í 35°/oo söltum sjó. Hann hryguir t. d. nyrst í Vesturhafinu, en í apríl og maí berast ósköpin öll af ungvið- inu upp undir slrendur Skotlands og Eng- lands, og menn liafa jafnvel orðið varir við að það berist til Noregs. — Er þetta stórkostlegt dæmi þess hversu straumarnir geta I)orið ungviðið með sjer og hvernig fiskifjöldinn á sumum miðum og meðfram sumum strandlengjum er háður lirygningu á fjarlægum stöðum. Aldur upsans má ákveða með vissu alt að 15 árum; þegar komið er yfir 14—15 ár, er vöxturinn svo lítill, að örðugt er að ákveða aldurinn ár fyrir ár. Vöxtur ups- ans er einslaklega jafn og liraður. Fundið hafa menn upsa, er var 18 ára að aldri og liafði hrygnt 15 sinnum að ætla mátti. I’orskurinn hrygnir á miklu stærri svæðum og meira mismunandi tímum árs en upsinn. Hann lirygnir nær landi og ungviðið á því hægra með að komast fyr upp undir land. Á 2. og 3. ári vex þorskurinn mjög lljótt, en frá því liann er 5 ára kemur glöggur greinar- munur á vetri og sumri í ljós. í fjörð- unum norsku liafa fundist alt að því 7 ára gamlir þorskar; en ílestir eru 3—5 ára. Þeir hrygna stundum 2 ára, en venjulega þegar þeir eru 3—4 ára. Um göngu þorsksins er mikið skráð og skrifað. Menn hafa fundið Finnmerkur þorsk 16—17 ára gamlan. Ýsan hrygnir á miklu dýpi og vex ungviðið mjög skjótt; berst upp undir land framan af sumri. Ýsan er mest veidd frá því hún er 2 og þangað lil hún er 11 ára og kemur það í ljós að vöxturinn er um 10 sm. á ári fyrstu 2 árin. Stærstu ýsurnar, er vér fundum, voru úr aflanum á botnvörpungi nokkrum, er kom norðan frá Gandvík; þær voru um 55—80 sm. að stærð og 9—14 ára að aldri. Hreistrið á hinum síðarnefndu var ekki eins vel vaxið og smærra (elíimörk). Langmest er af ungum fiskum I1/2—21/2 árs gömlum. Það er mjög eftirtektavert

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.