Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 16
52 ÆGIR. fyrirkomulag á klakstöðvum fyrir þessa íiska. Var til þess fenginn danskur maður Arthur Feddersen, og laxaklak var sett á stofn á Reynivöllum og Hjarðarholti í Döl- um og silungaklak á Þingvöllum eins og kunnugt er. Hin ritgerðin er »Um sild og sildarveiðar« í sama tímariti, IV. árg. 1883. í henni ljTsir hann síldinni og lífsháttum liennar eins og þeir þá voru kunnir orðnir og gefur ýmsar upplýsingar um göngur síldar hér við land, sérstaklega við Faxa- ílóa, en einkum lýsir hann síldarveiðum annara þjóða, sérstaklega reknetaveiðum Englendinga, Hollendinga og Skota, verk- un á síldinni, meðferð á netum o. 11. Sýnir hann svo fram á með góðum rökum, að hér muni eins vel mega veiða síld úti á rúmsjó, eins og í Norðursjónum og nefnir ýmis síldarsvæði og hvetur landsmenn til að leggja meira kapp á síldarveiðar en áður og sérstaklega til að taka upp reknetaveiði. Sést þar bezt, hve víðsýnn hann hefir ver- ið, einmitt á þeim tíma, er innfjarðaveiði Norðmanna stóð hér í mestum hlóma og menn sáu í henni framtíðar-síldveiðar vorar. En framkvæmdir manna urðu ekki mild- ar, enda munu líklega margir hafa hugs- að sem svo, að þetta væri ritað af manni, er enga reynslu hefði í íiskiveiðum og því væri ekki vert að breyta frá þeirri aðferð, er reyndir norskir íiskimenn hefðu. Samt auðnaðist landfógetanum sál. að lifa það, að rekneta- (og snyrpinótar)veiðin komst á hér við land og sjá hana ryðja sér svo til rúms, að hún má nú álítast framtíðar- síldarveiðiaðferðin hér, aðferð, er gefur af sér miljónir króna, sem reyndar því mið- ur fara að miklu leyti í útlendinga, enn sem komið er. Árni sál. ritaði einnig töluvert í útlend (dönsk og norsk) fiskiveiðablöð um ís- lenzkar fiskiveiðar, var mest af því lagt út á ensku í fiskiveiðaritum Bandaríkja- manna. — Hann var því víða kunnur sem fiskifróður maður. Hann var lengi heið- ursfélagi (Overordentligt Medlem) í Dansk Fiskeriforening. Þess má nærri gela, að hann á sínum langa þingmensku-tíma muni oft hafa orð- ið fiskiveiðamálum vorum að liði á þingi. Fiskimannastétt vor má því minnast Árna sál. landfógeta með þakklæti og söknuði. B. Sœm. Guðlax (Lampris Guttatus) rak 19. okt. í haust í Kollafirði í Kjósar- sýslu. Var hann því sem næst óskemdur þegar liann rak og var seldur hingað á Náttúrugripasafnið, og þar eð hann var glænýr á fiskinn, var hann etinn af ýms- um hér og þótti bezti matur, svipaður feitu heilagliski með keimi af laxi og rauðmaga. Þó mun fiskurinn innan skams sjást i heilu líki á Náttúrugripasafninu, þegar Ólafur hefir vakið hann upp. Af þyí að mörgum mun vera forvitni á að vita eitthvað meira um þennan und- urfagra og tilkomumikla fisk senr líklega mun vera fegurstur allra stærri fiska hér í norðurhöfum, þá ætla ég að bæta við nokkrum upplýsingum um liann. Guðlaxinn er úthafsfiskur og á heima i Norður-Allandshafinu austanverðu. En stundum slangrar hann upp að ströndum, oft svo nærri landi, að undan honum fjar- ar með útfalli eða hann hrekst fyrir storm- um. Tíðast rekur hann við Norveg, og er þar nefndur Laxestörje, sjaldan við Jót- land (Glansíisk), oft við Bretlandseyjar (Sunfish) og enda stundum við Holland og Frakkland og einnig í Miðjarðarhafinu. Hér við land rekur hann alloft. Síðan 1845 hefir, það ég veit til, horið eitthvað 23 fiska að landi og 16 af þeim síðan 1879, eða rúmlega einn annaðhvort ár. Alla nema

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.