Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 20
56 ÆGIR. reyndar verður ekki sagt að iöggjafarvaldið hafi sýnt mikia alvöru í því enn, að sjá hag landsmanna, borgið í þessu efni. Spurningin verður þá hvort ekkert mundi vera hægt að gera til þess með héraðasam- þyktum að minka yfirganginn. Einna tiltækilegast virðist mörgum það, -að breyta fiskiveiðasamþyktunum svo, að bönnuð sé veiði með herpinót á innfjörðum. Slík samþykt bitnar að vísu á landsmönnum sjálf- um, en vert væri þó að íhuga hvort það ráð þætti ekki tiltækilegt. („Norðuri." VII. 13.). Botnvörpuskipin „Jón Forseti“ og „Snorri Sturluson “gjörðu í haust tiiraun með að seija afla sinn ísvar- inn til Englands og heppnaðist mjög vei. Aðra ferð fóiu þeir nú fyrir skömmu, og enn- fremur botnvörpuskipið „Marz“, og seldist afl- inn vel hjá þeim öllum saman, og verður nánara getið þessara tilrauna síðar. Frosinn íiskurfrá New-Foundland til í Danmerkur. Félag í Kaupmannahöfn gerði maímánuði síðastl. út skonnortu »Margrete« með 25 liesta steinolíumótor og 2 frysti- vélar til New-Foundlands til að kaupa nýjan fisk, Skip þetta er komið heirn aftur með 50,000 pd. af löngu og lúðu. Hver fiskur um sig var vafinn inn í perga- mentspappír og látin í kassa í frystirúm- inu, þar sem liann var svo geymdur. Þessi tilraun hefir gengið svo vel, að gert er ráð fyrir að sækja nýjan fisk á sama hátt næsta ár frá Færeyjum og íslandi. (Deutsclie Fischerei Zeitung). Nýtt íiskiveiðafólag. í Kaupmannahöfn er nú þegar myndað félag til þess að reka fiskiveiðar og verzl- un við ísland. Hlutaféð c. 3/4 milj. kr. Félagið hefir aðalaðsetur sitt í Kaupmanna- höfn með aukastöðvum í Esbjerg, Hafnar- íirði, Sandgerði og Siglufirði og enn víðar ef þörf gjörist. I stjórn þessa félags eru : Konsul I. Lauritzen Esbjerg, Capt. Trolle, Grosserer Balslev, Yfirréttarmálafærslum. J. Krabbe og Kaupm. Aug. Flygenring. Ráðsmenn félagsins verða: Hr. Adamsen deildarstjóri í Esbjerg, Goos, félagi Gross- erer Balslev og Mattli. Þórðarson, sem ann- ast rekstur veiðanna við ísland. Ætlast er til að félagið fiski með 1 botn- vörpuskipi, 2 línugufuskipum og 14—16 vélakútturum. Lúðuveiðar með vað (snurrevod) eru nú stundaðar við Lófótinn af 5 gufuskipum og vélarbál- um. Aflinn er ágætur. Heilagfiskið er fryst og sent til Niðaróss og Oslóar. (Harst. Tid.) Aflabrögð á ísaflrði. Vegna þess hvað tíðin er altaf óstöðug er örðugt að sækja sjó, en þegar gefur er frem- ur góður afli og ekki langsóttur. Inn í Djúpi hefir verið góður afli undanfarið. (Dags. 19. nóv. — Norðri). Hvalveiðar á Vestfjörðum 1907. Tálknafirði. 88 hvalir. 5,224 tnr. af lýsi, 24,200 pd. - sldði, 296,600 — - kraftfóðri, 351,000 — - beinamjöli. Hesteyrarflrði. 93 hvalir. 6,781 tnr. af tysi, 31,100 pd. - skíði, 269,500 — - kraftfóðri, 496,400 — - beinamjöli. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.