Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1907, Blaðsíða 13
ÆGIR. 4!) orðið að flytja upp til sveita, af því að Barcelónumenn vilja heldur íslenzkan salt- fisk. Nú er farið að reyna til að afla þessum spánska fiski meiri útbreiðslu með- al Spánverja. Verð í stórkaupum fyrir spánskan fisk var 64 pes.1), og smákaup- menn selja aftur á 80 pes., — fyrir 2 vætt- ir (100 kilo, um 200 pd.). Einnig hefir verið reynt að flytja inn nýjan fisk til Barcelónu frá vesturströnd Afriku. Hafa verið tilfengin lítil gufuskip, sem eru útbúin sérstaklega til þessa. (Úr »Politiken« 14. nóv. 1907). Um hreyfivélaaflið, til notkunar við fiskiveiðar hér á landi. Eftir Edilon Grímsson. I. Það er stór breyting, sem orðið hefir á síðustu 20—40 árum í sjávarútvegi vorum; þá var ekkert til af þilskipuni, sem stund- uðu fiskiveiðar; að eins opin skip og bát- ar, sem björguðust með segli og árum. Sá þótti maðurinn mestur, sem var dug- legastur að sækja sjó með þessum tækjum. Þótt þetta væri nú svona alment, þá var þó hugmynd til hér á landi um að mögu- legt væri að nota einhvern hreyfivélakraft til að létta undir með mannskraflinum, einkum á sjónum, og þelta var náttúrlegt; þeir sem hafa reynt hvað það er, að lernja og berja liarðan mótvind allan daginn með árum, eins og áður tíðkaðist, vita bezt hvaða erfiði það er, og það var ekki furða þó að þeim dytti i liug, hvort engin ráð væru til að bæta úr þessu. En á þeim árum var ekki þekking eða mentun komin svo langt, sízt hér á landi, að menn kynnu að hagnýta öfl náttúrunnar. En hug- myndin var til, að hægl væri að létta eitt- hvað undir með mannsliöndinni. Þegar ég var unglingur, 18 ára, og kom fyrsta skifti á Hornstrandir og Isafjörð, man ég það að mér þótti mjög mikið varið í, að ég heyrði talað um að maður væri inni á Ströndum, sem væri að íinna upp róðrarvél, en sem þó gengi með hand- krafti, þetta þótti stórkostleg framför, ef það gæti lánast, og hugðu menn gott til. En af þessu gat nú aldrei orðið. Þó svo færi nú um þessa fyrstu tilraun, þá var þó hugmyndin ekki útdauð um notkun hreyfivéla. í Reykjavík byrjaði maður að mig minn- ir árið 1886—7 í samráði við hr. járn- smið Gísla Finnsson, að finna upp róðrar- eða hreyfivél, sem gengi með handkrapti; þetta lukkaðist að nokkru leyti; þeir fengu vélina til að ganga, og liafði bátur sá sem hún var sett í, þegar tveir menn sneru henni, viðlíka gang í logni, sem 4—6 menn myndu róa. En sá galli var á, að hún var svo þung að hreyfa hana, að 2 menn entust ekki til þess nema litla stund, og virtist þessvegna óbrúkleg, svo þar með var þessari tilraun lokið. Ekki voru samt allir enn af baki dottnir með að finna upp róðrarvél. Herra Guðbrandur Þorkelsson, mesti hag- leiks og listamaður, bjó i Ólafsvík, bj'rjaði á að reyna enn að finna upp róðrarvél. Það var víst eitthvað um 1897—8, hann varði til þess miklum tíma og peningum; því liann ætlaði að vanda hana mjög, en það fór á svipaða leið fyrir honum og með vélina i Reykjavík. Hann kom vélinni í gang, en hún gat samt ekki fengið alment álit. Ætti liún að gefa nægan hraða var hún of þung til þess að geta gengið með handkrafti. Hann þóttist að vísu sjá ráð til að gera hana léttari, en þá var sá hang- ur á, að hún hafði ekki nægan snúnings- hraða til að gefa næga ferð. Þessi maður 1) 1 peseta — 72 aur. (= 1 fr.). Ritstj.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.