Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1909, Síða 4

Ægir - 01.01.1909, Síða 4
56 ÆGIR. hann verður ekki góð eða alls engin verzlunarvara. Er því fyrst og fremst áriðandi, að menn salti ekki hinn skemda fisk saman við hinn óskemda og svo, að matsmenn gæti þess vandlega að ekkert af netaíiskinum fari í æðri flokk, en hann á skilið, eða ef hann er verulega skemd- ur, fari alls ekki til útlanda sem verzl- unarvara. Sé alls þessa gætt, getur ekki verið nein hætta á þvi að netafiskurinn spilli fyrir markaði á öðrum fiski. En sé þetta vanrækt,þá er það mönnum um en ekki veiðiaðferðinni að kenna, ef fiskur- inn er ekki góð vara. Þótt netafiskur sé svo skemdur, að hann sé ekki boðleg vara á útlendum markaði, þá getur hann samt verið bezti matfiskur, bæði nýr, upp úr salti og fullverkaður. — Eg sé því ekki ástæðu til að amast við neta- brúkun eða hræðast hana af þessum á- stæðum, sérstaklega þegar þess er gætt, að flest af netafiski tekur ekki heitu og og fæst þvi ekki ncma i net eða botn- vörpu og — á bera öngla. En þeir, sem hafa vanist lóðabrúkun og netum, munu líklega ekki fara að taka upp þá aðferð- ina að krækja silfiskinn (netafiskinn) eins og gert var hér syðra fyr meir, mundi þykja fiskurinn seintekinn þannig. Bjarni Sœmundsson. Fiskimarkaðurinn í Genúa 1907—1908. (Skýrsla frá konsúl Dana). Fiskmarkaðurinn fyrir þetta tímabil byrjaði mjög vel. Fyrirlyggjandi fisk- byrgðir voru miklar, en eftirsóknin ekki mikil, sérstaklega eftir ísu, sem voru mestar byrgðir af. Það var mjög slæmt að selja þá vörutegund, því eftirspurnin var íltil. Smátt og smátt tæmdust þó byrgð- irnar snemma í apríl, en kostnað hafði það í för með sér ekki alllítinn, að liggja inni með miklar byrgðir svo langan tíma, því að fyrir utan rentutapið, verða fiskeig- endur að borga hátt gjald til kælistöð- vanna þar sem fiskurinn var lagður inn á strax snemma í april. Verðið varð þó að lækka til þess að mögulegt væri að selja þessar byrgðir, sem var þó sjálfsagt áður en nýjar bjTgðir komu, þvi annars mundu eftirstöðvarnar af gamla fiskinum, sem var meira og minna skemdur verða óseljanlegar. Það komu auðvitað nokkrar smásendingar af fiski í sumarmánuðunum frá Englandi, og Hamborg þótt það engan veginn gæti kall- ast fiskur af bestu tegund, var hann þó betri ensá fyrirlyggjandifiskur, og seldistþvíbetur. Hin fyrsta hleðsla frá íslandi kom nokkuð snernma eða hinn 13. Ágúst, sem auðvitað hefur stafað af mjög góðum þurkum, og þá gat fiskurinn strax selst, þvi allur eldri fiskur var farinn. En seinna komu fleiri hleðslur og eins frá Færeyjum íþyngdi það ekki mjög mikið markaðinum, þangað til i okt. að margir gufuskipsfarmar komu með miklar byrgðir af fiski frá Labrador, og varð markaðurinn þess vegna mikið daufari. Snemma í aprílmánuði voru samn- ingar um kaup á færeyiskum og íslenskum fiski þegar gjörðir þá undir því verði, sem var árið áður um sama leyti. Þessi inn- kaup voru þó aðeins gjörð af gróðabralls- mönnum, sem vildu fá farma i byrjun Sept., eða áður en Labrador fiskurinn kæmi. Samt sem áður var boðinn frá Grim- sby nýr íslenskur smáfiskur og ýsa, á hérumbil 22—23 £ smálestin, flutt á skips- fjöl þar, og í Júní var boðið meira og minna af ísu í Leith á 21 £ smálestin. Aflinn á frönsk skip var mjög góður, en þegar verðið stóð hátt og fiskiveiðin við Labrador byrjaði í seinna lagi vegna iss hafði það engin áhrif á þenna markað

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.