Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1909, Page 9

Ægir - 01.01.1909, Page 9
ÆGIR. 61 pressun. Þar að auki voru kassarnir greyptir og eyndir með stórum nöglum, svo loftið hefur ekki getað komist að fisk- inum — Enfremur voru kassarnir ómerktir, svo ekkert var eins og þurfti að vera til þess, að varan væri góð og hún seldist vel. Kassar utan um löngu ættu að vera lengri og breiðari en hér segir að framan, en aftur á móti þynnri. Osundurskornar löngur og Boneless er hér mest sóst eflir, en Boneless »Alaska Cot« er þó góð og mjög útgengileg vara, og hefur verið seld í sumar til smákaupm. á 38—42 aura pd. Tollurinn á fiski í kössum er 5/ á hver 100 pd. Ef menn hefðu þessa Alaska aðferð með umbúðir og sendingu á fiskinum mundu sparast mjög mikil útgjöld, og miklu hærra verð fengist fyrir vöruna; og er þvi áríðandi að alt sé gjört sem getur stutt að því, að varan haldi sér góðri í flulningi og sé vel útlítandi í augum kaupenda. Ég verð því að leggja mikla áherslu á að norskir fiskflytjendur taki þessa bend- ingu til greina. Ath. ritstj. Væri ekki vert fyrir íslendinga að at- huga þetta mál. Getur ekki verið verkefni fyrir þá líka. Viljið þér ekki einhverjir gera tilraun? Botnvörpuútgerðir. Þó ekki sé nema um 3 ár síðan, að fyrsta íslenska hotnvörpuskip byrjaði hér veiðiskap með íslenskum mönum, þá hefur maður fengið nærfelt óyggjandi tiyggingu fyrir því, að sú veiðiaðferð sé mjög gróða- vænleg, og geti í raun réttri talist með arð- vænlegri fyrirtækjum, sem liér á landi sé hægt að ráðasl í. En jafnframt þessu þurfa þó önnur skilyrði að vera fyrir hendi, en þau eru þessi: 1. að skipin séu góð og hœfi- lega slór, 2. hafi ötula og dnglega slcip- stjóra, sem þekkja til hlýtar veiðiaðferðina, meðferð og útbúnað á veiðarfærum, og séu kunnugir fiskimiðum, og hafi röska og vana fiskimenn 3. að stjórn ötl ú meðferð og sölu aflans sé í sem bestu lagi. En ef þessi skilyrði eru ekki fvrir hendi, þá er þessi útgerð, að því er virðist svo varhugaverð, að engin ætti að ráðast út í slíkt. Slíluir útvegur, sem þessi, getur ekki staðisl nema með afar miklu fé, og er því fásinna og framúrskarandi gáleysi að ráðast í slíkt fyrirtæki nema þeir, sem það gjöra, þekki all sem þar að Ij’tur, og séu færir um að standa straum af fyrirtækinu þótt óhöpp eða aflaleysi hagi um tíma. Héðan frá Rvk. hafa á þessum 3. ára tíma verið gjörð út samtals 6 botnvörpu- skip, og hefur útgerðin á þessum skipum orðið þannig, að sum skipin hafa haft á- vinning en sum talsverðan skaða. Þau 3 skip sem hér eru tilfærð nfl. »Coot«, »Jón Forseti« og »Marz«, munu á hverju ári hafa gefið meiri eða minni arð. Síðasl. ár hefur »Marz« fiskað fyrir um 130,000 kr. og mun því að líkindum hafa um 20,000 í ágóða. »Jón Forsetk hefur fiskað fyrir c. 139,000 kr. eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, en þessi aflabrögð geta engan vegin talist sem mælikvarði fyrir botnvörpu útgerð hér við land, lieldur aðeins sýna þau, að dug- legir skipstjórar á góðum skipum geta fengið svona mikinn aíla. Saltfiskur. Hið íhugunarverða ástand með tilliti til fiskmarkaðsins hefur gelið tilefni lil að

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.