Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1912, Page 16

Ægir - 01.01.1912, Page 16
12 ÆGIR. Kolamarliaðnrinn. Árið 1910 var lágt verð á kolum, en við lok ársins og í ársbyrjun 1911 tók verðið að hækka, og frá þvi í marsmán- uði steig verðið jafnt og þjett, og i júli- mánuðigerðu verkamenn á Bretlandiverk- fall, og siðan hafa kol ekki lækkað í verði, og er það almenn skoðun, að kol verði í háu verði nú í ár. Flestar bestu ensku kolategundir er varla unt að fá með sæmi- legu verði, því að búið er að selja fyrir fram fyrir töluvert langan tima það, sem framleitt verður af þeim kolum. Skotsk Merker Hamilton Ells-kol haía á hjer um bil 6 mánuðum hækkað frá 9 sh. til 12 sh. pr. ton í Glasgow. Hvort verðið hefur náð hámarkinu nú er ekki gott að segja. Þann 20. des. s.l. ætluðu fulltrúar fyrir kolanámuverkamenn að halda fund með sjer til þess að taka ályktun um verk- fall, ef námaeigendur hækkuðu ekki vinnu- launin. Hvort hægt verður að afstýra almennu verkfalli í þetta sinn er ekki fullvíst enn, þótt líklegt sje að það takist. En hin yfirvofandi hætta gerir þó það að verkum, að hið háa verð ekki að eins helst við, heldur fer hækkandi. »Islands-Falk« er gert ráð fyrir að verði um mánaðar- tíma í sumar við Grænland, til þess að líta eftir veiðiskap og verslun utanrikis- manna þar. Það gæti verið mjög skemti- legt fyrir athugulan íslending, að fylgja með skipinu til þess að kynnast þar ýmsu, sem ef til vill gæti orðið íslendingum til gagns i framtíðinni, og væri ekki með öllu óhugsandi, að íslendingar gætu gefið einhverjar bendingar um, hvernig mætti best hagnýta auðæfi þau, er þar finnast til lands og sjávar. Ættu ekki íslending- ar að nema land á Grænlandi í annað sinn? Á meðan á þessum leiðangri »Islands Falk« stendur, kemur væntanlega »Hekla« eða »Heimdallur« hingað til að halda uppi landhelgisvörninni. íiINS og tekið er fram í lögum Fiskifjelags íslands verður deildar-fjelögunum send ritþau, sem fjelagið gefur út, sem svarar 1 rit áhverja 4 meðlimi. Fannig verður Ægir sendur öllum deildum jafnskjótt og stjórn fjelagsins er tilkynt stofnun þeirra. Jafnframt eru pað vinsamleg tilmæli til allra deildar-fjelaga, að þau sendi blaðinu allar frjettir og nýungar, er gerast í bygðarlaginu og að einhverju leyti snerta flskiveiðar, eins og líka blaðið óskar að fá tillögur og ályktanir, sem kunna aö vera samþyktar og bornar upp á fundum deildanna og geta haft þýðingu fyrir fjelagið í heild sinni. Skrifstofa verður opnuð innan skamms í Templarasundi og verður úr þvi opin að minsta kosti 2 tíma á dag d þeirn tima, sem siðar verður d- kveðinn. Öll brjef eða fyrirspurnir stýl- aðar til stjórnarinnar eiga að send- ast til Skrifstofunnar, enda verður formaður fjelagsins eða einn úr stjórn þess til viðtals fyrir þá, sem þess óska þann tíma, sem hún er opin. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.