Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 2

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 2
26 ÆGIR. það, að þeim mönnum, sem færir eru að dæma um málið, gefst kostur á að íhuga það, og bæði umsækjandi og þjóðin í heild sinni geta beint snúið sjer til þeirra, sem ábyrgðina bera á synjun eða framgangi slíkra málaleitana. — Þá ætti Fiskifjelagið að geta orðið til þess að stemma stigu fyrir hreppapólitík, þegar ræða er um endurbætur á lending- um og liöfnum. í slíkum lilfellum reyn- ist það nú drýgst til framgöngu málsins, að þingmaður sá, sem i hlut á, eigi mikið undir sjer á þingi, en hitt kemur ekki eins til álita og vera ber, hvort þörfin er brýnni á þessum stað en öðrum. Ef vel væri, ætti að fylgja fastri áætlun um endurbætur og byggingu bátahafna og lendinga, eins og nú er gert með vega- og símalagningu. Verkfræðingur gerður út af landssjóði ætti að skoða bátahafnir og lendingar umhverfis landið alt, gera áætlun um kostnað við hafna- og lendingagerðir; síðan ætti lands- stjórnin að fiokka þær niður I samráði við Fiskifjelagið, eftir því hvar brýnust væri þörfin, kostnað og hver bera skyldi kostn- aðinn, en lög þessa efnis ættu síðan að vera samþykt á Alþingi. Þar til þessi stefna er tekin, má vænta að hending ein og hreppapólitík ráði mestu um þessi mál- efni. - - Vitamál landsins virðast nú vera kom- in á góðan rekspöl, þó ræður þar stund- um, frómt frá að segja, flokkspólilík, þvi ætti og að vera hægt að afstýra með því að leggja málið undir Fiskifjelagið til um- sagnar. — f*á er eitt stórmál, sem Fiskifjelagið þyrfti að taka á stefnuskrá sína^ það er landhelgisvörnin. Það vita allir hjer á landi, að sú tilhögun, sem nú er, getur ekki orðið til nokkurrar frainbúðar. Ægir mun síðar taka til gaumgæfilegrar íhug- unar landhelgisvörnina, sem ekki að eins er fólgin [i því að verja landhelgina fyrir fiskimönnum erlendra ríkja og vorum botn- vörpungum, heldur og í löggæslu á sjón- um meðal innlendra fiskimanna, því að margt skeður á sæ. Vjer getum lengi haldið áfram að telja það upp, sem Fiskifjelagið á að láta til sin taka, bæði frá þeirri hlið sem snýr til löggjafar- og fjárveilingavaldsins og inn á við til landsmanna yfirhöfuð. Vjer vilj- um nefna fiskiveiðaráðunauta, sem störf- uðu utanlands og nylu styrks af almanna Qe, til þess að kynna sjer veiðiaðferðir og verkun og meðferð á afla. Fyrir slíku ætti fjelagið öfluglega að beitast og fjár- veitingar til þqss ættu að vera settar undir umsjón Qelagsins. Þar með væri girt fyrir það, að pólitiskar ofsóknir gætu nærst á fjárveitingum, sem veittar væru í því augna- miði, um leið og meiri trj'gging væri fvrir þvi, að fjenu væri vel varið. Ráðunauta til leiðbeiningar innanlands um ýms atriði, sem sjávarútveginn varða mun fjelagið beitast fyrir að fá svo fljótl, sem kostur er. Vjer höfum nú drepið á nokkur atriði, en i fám orðum sagt, er það hyggja vor, að alt, sem lýtur að þrifnaði sjávarútvegs- ins, eigi á einn eða annan hátt, að lcom- ast inn undir verkahring fjelagsins. Það eigi sjálft að beitast fyrir hverskyns fram- förum á því sviði, og ekkert sem snertir sjávarútveginn yfir höfuð í Iandinu, eða í einstökum bygðarlögum, eigi eða megi fara fram hjá þvi. Fjármálanefndin. Fjármálanefnd sú, er kosin var á síð- asla þingi, lauk starfi sinu um miðjan þenna mánuð og má búast við nefndar- áliti hennar fullprentuðu í byrjun næsta mánaðar. Þingkosnir í nefndina voru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.