Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 3
ÆGIR. 27 eins og kunnugt er, þessir: Sigurður Hjör- leifsson, Hannes Hafstein. Magnús Blön- dahl og August Ftygenring. Formaður nefndarinnar, skipaður af ráðherra, var Klemens Jónsson landritari. Starf nefndarinnar var: 1. að rannsaka hvort tiltœkilegt sje að auka tekjur landssjóðs með einkarjetti á aðfluttum vörum, svo sem tóbaki, steinotiu, koium o. jl. 2. að íhuga bankamál landsins og önnur peningamál, er standa i sambandi við þau, þar á meðal á hvern háit hag- kvœmast verði að stofna fasteignnveð- banka og útvega markað fgrir islensk verðbrjef. Tillögur nefndarinnar eru: 1. Að landið helgi sjer einkarjett til innflntnings og söln á kolnm. Einkarjett þennan vill nefndin fela erlendu fjelagi til meðferðar, um alt að því 15 ára bil. Hefir nefndin gert um þetta samning við íjelagið, sem alþing á kost á að ganga að, ef það vill. Ekki útilokað, að hægt sje að fá samningnum breytt i einstökum atriðum á þinginu, og hefur tjelagið lofað að senda hingað umbððs- mann sinn um þingtímann. Þessi er sú tillaga nefndarinnar, er fjárhagslega skiftir mestu máli. Von um tekjuauka af henni þegar á 1. ári, er nema mundi 160 þús. krónum; telur nefndin líklegt, að sá tekju- auki tvöfaldist á fám árum, svo hraðfara sem skipaúlgerð eykst hjer á þessum ár- um. 2. Að landið taki sjer einbarjett til innflntnings og söln á steinolíu. Þennan rjett vill nefndin einnig fela einhverju fjeiagi, gegn hæfilega háu af- gjaldi, alt að þvi 4 kr. á hverju fati, en án þess að olían verði fyrir það dýrari landsmönnum en nú. Ekki tókst þó nefndinni að koma á þeim samning- um um þetta, er hún gæti ráðið til að ganga að, en vill að stjórninni veilist heimild til þess að semja áfram um málið og gera fullnaðarsamninga um einkaleyfið. Annars búist við því, að samningatilraun- um verði haldið áfram um þingtímann. 3. Ennfremur leggur nefndin til, að tollur sje Iagður á aðfluttar vetnaðarvörur og skófatnað. Ætlast hún á um, að tollur þessi muni nema um 130 þús. krónum á ári. Nefndin ræður ekki til þess að landið taki sjer einkarjett að svo stöddu til inn- flutnings og tilbúnings á tóbaki, en vill láta rannsaka málið ítarlegar en enn er hægt, með því að safna skýrslum um allan innflulninginn 1913, eftir þeim fyrir- myndum, er nefndin hefir samið. Hins vegar hugsar hún sjer nokkrar ráðstafanir til þess gerðar að leiða tóbaksiðnina aftur inn í landið. Fallist þingið á tillögur nefndarinaar, er nú hefir verið gelið, þá er búist við, að landssjóðnum aukist tekjur um 400 þús. króna á ári, eða um 800 þús. krónur yfir fjárhagstímabilið. Þá leggur nefndin það og ennfremur til að stjórnin semji frumvarp um stofnun veðbanka, og gefur ýmsar bendingar urn það, hvernig hann þyrfti að vera. Að svo komnu viljum vjer ekki fara neitt nákvæmar út í iillögur þessar. Nefnd- arálitið kemur innan skamms, og fyrr er ekki vert að leggja neinn dóm á gjörðir neíndarinnar. Á nefndinni hvíldi sú skylda, í raun og veru, að finna nýjan tekjustofn handa landssjóði, um leið og þingið bendti henni á að fara ákveðnar leiðir. Málið er stórvandasamt og lijer er farið inn á alveg nýja braut til þess að afla landssjóði tekna, og því fremur ber að granskoða það svo vel, sem unt er. Mótspyrnan gegn tillögu nefndai’innar, einkasölu á kolum, hvort sú mótspyrna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.