Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 6
30 Æ G I R. greinileg áðar, en nú var hún svo fallin niður, að jeg naumast þekti hana frá öðrum vörðum þar. Aftur á móti sá jeg tvær hvítar borðrenglur niður við flæðarmál, sem gátu vísað leiðina, en það var að eins fyrir heimamenn að þekkja það, enda vist búið til af þeim. Þarna virtist mjer þurfa greinileg sjó- merki, sem allir gætu sjeð og glöggvað sig á og tilkynt væru í almennum leið- armerkjabókuin, en sem jafnframt væru Iýst upp að nóttu, svo opnir bátar og minni þilför gætu tekið höfnina, ef þeir þyrftu á að halda, en öðrum skipum til leiðbeiningar, er fram lijá þurfa að fara, mundu þá færri framandi skip enda æfi sina á Bæjarskerseyri og Lambarifi, en hingað til hefur átt sjer stað, enda mörg- um koma að haldi en engum að meini, og stór sómi fyrir þjóðvora að gera alt, sem hægt er til að firra menn tjóni og eins þótt útlendir sjeu. Mjer datt i hug, að þarna væri verkefni fyrir ungu fiski- veiðadeildirnar þarna á skaganum og sjálfsagt er fleira þessu likt, sem kunn- ugir geta fundið. Komum við svo að Reykjanesi og sá jeg hinn tignarlega himingnæfandi hvita vita bregða leiftri sinu, þvi þella var i ljósaskiftunum. Datt mjer í liug: Skömm er þjer að stærð þinni, að þú lætur aumingja litla bróður þinn, — sem varð að fara þangað sem þú áttír að standa — halda vörð fyrir þig meðan þú felur þig bak við klettana. Betur að þitt dæmi yrði einsdæmi i vitasögu vorri. Við hjeldum áfram austur fyrir nes- ið til Grindavikur, sá jeg þar báta vera að lamma á árum sínum að landi. Merldlegt er það, ef þessir menn þekkja ekki vjelabáta, sem bruna eins og fiskar móti vindi og sjó. Hjer er þó þeirra staður, ágætlega fiskisæl veiðistöð, með góðum fleytum, sem geta sótt fiskinn lengra þegar á liggur en langafi gerði, og höfnin við landið hin tryggasta, þegar inn er komið, og væri hendi tekið til með dugnaði og samhug, mundi þrösk- uldurinn, sem nú stendur á fljótt eyðast enda ekki óhugsandi að sumir menn þar i sveitinní mundu með gleði merkja sjer æfiminningu á þessu verki, væri almenn- ur áhugi fyrir slíkum framförum; en slikan áhuga eiga önnur eins atvik og skeði i fyrra að skapa. Látið ekki jafn mikla fæð vera í framkvæmdum ykkar í þessari grein, sem kom fram við þá er best reyndust ykkur þá, við ykkar mikla tjón og hrakninga og auðnaðist að af- stýra þeirri hjeraðsplágu, sem fyrir hendi lá. Munið að »hálfnað er verk þá hafið er«. Stórsilðar-veiðar við Romsdalsamt í Noregi. (Brjef lil Ægis). (Niðurl.). Menn geta nú ímyndað sjer, að á höfnunum í Kristjánssund og Álasundi, þar sem flestir bátarnir koma inn að selja afla sinn, er oft fjörugt líf. þegar bátarnir koma inn á höfnina, binda þeir sig fasta í stórdufl er fest eru þar. Þangað koma svo síldarkaupmenn, upsakaupmenn og brauðsalar. Síldarkaupmennimir gera út um kaupin á sildinui við skipstjórann. Getur það oft dregist 1—2 tíma fyrri en saman gengur, þvi Norðmenn vilja hvorki selja nje kaupa af sjer. En þegar kaupin eru afgerð, fara bátarnir til þess, cr keypt hefur síldina. Jeg get því miður ekki sagt hvað mikið hefur fiskast í alt, því um það hef jeg ekki sjeð neinar skýrsíur, en aflinn gekk ágætlega, það hjálpaðist að, mikill afli og ómunaleg góð tið. Að eins fyrstu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.