Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 9
ÆGIR. 33 hrogn á tvo vegu hafi orðið að lúta í lægra haldi: a) Á franska markaðinum er selt meira af öðrnm hrognum en norskum, og b) Pessi hrogn eru talin sinu betri en þau norsku. Árið 1911 eru inníluttar 15,700 tunnur norsk lirogn en 19,000 tnr. frá öðruin löndum. I3ar var ástæða til að ætla að mikill hluti af þessum erlendu hrognum sjeu i rauninni norsk en flutt um (transit- crt) útiönd. Jeg spurðist fyrir hjá mörgum konsúlum og bað þá á ný að rannsaka inálið. En svörin sýndu það gagnstæða. Að eins í Bordeauxhjeruðunum var nokk- uð af hrognum þeim, sem talin voru er- lend, frá Noregi. — Útlendu hrognin komu frá þessum stöðum: f*ýzk hrogn: án eía frá íslandi. Góð vara. Brezk hrogn: frá Færeyjum og íslandi. Góð vara. Dönzk hrogn; frá íslandi. Góð vara. Amerisk og Kanadaisk hrogn: frá Kan- ada (Labrador og New-Foundland). Slæm vara, af þvi að fiskiveiðarnar eru stundað- ar seint á lirygnitímanum. Að þessi hrogn komu á markaðinn er sagt að sje vegna þess að Björgvinarhrogn voru í svo háu verði. Frönsk hrogn koma frá íslandi og New-Foundlandi. Slæm vara og þegar hrognin frá íslandi, eru einnig svo, er það vegiia þess að Frakkar koma of seint á hrygnitímanum til íslands. (Fratnh.). fforifurlanða fiskisýning og alþjoða gangvjdasýning i Kaupmannahöfn 1912. Á komanda sumri verður haldin i Kaupmannahöfn fiskisýning fyrir öll Norð- urlönd (Skandinavisk Fiskeriudstilling) og alþjóða gangvjelasýning(international Motor- udstilling). Hún verður lialdin í júli og ágúst, og mun standa yfir i o. 50 daga. Á físldsijningunni verða sýnd fiskiskip og fiskibátar og útbúnaður þeirra, sjóklæði, björgunaráhöld, sjómerki, veiðarfæri alls- konar og veiðiáhöld, beita, ýmiskonar sjávarafurðir, saltaðar, hertar, niðursoðnar og frystaðar, frysti- og kælivélar, fiskiflutn- ingsáhöld og umbúðir, fiskiklaksáhöld og fiskirækt, fæða fiska, hafrannsóknir og fiskifræði o. m. fl. Á gangvjelasgningunni verða sýndar allskonar gangvélar (mótorar) steinolíu-, benzin-, gufu- og' rafmagns-vjelar, brenzlu- efni, smyrsla-olia o. s. frv. í sambandi við þessa sýningu verður haldin norrœn fiskimannasamkoma (hin Qórða), einhvern tima í júli, og eiga fiski- menn frá öllum Norðurlöndum frjálsan aðgang að henni. íslendingar, er kynnu að vilja sýna eitthvað á þessarri sýningu, fá ókeypis flutning á munum sinum fram og aftur og ókeypis pláss fyrir þá og uppsetningu á þeim á sýningunni; munirnir verða að vera komnir til Kaupmannahafnar fyrir lok júni- mánaðar. Fyrir hond sýningarnefndarinnar Johs Schmidt dr. phil. fiskifræðingur. Ulanáskrift (Adresse) sýningarnefndar- innar er: Den Skandinaviske Fiskeriudstilling 1912 Köbenhavn. Sítnnefni: Udslilfiskeri Köbenhavn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.