Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 1

Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 1
5. á Starfsvið Fiskifjelagsins. ii. Eins og vjer gátum um í síðasta blaði, hlýtur Fiskiijelagið að verða kvatt til ráða um ýms málefni, sem þing og stjórn hafa með höndum og að einhverju leyti snerta sjávarútveginn. í lögum um stofnun Fiski- veiðasjóðsins er það beinlinis tekið fram, að það skuli leita álits fjelagsins um lán, styrki og verðlaunaveitingar úr sjóðnum. Þetta ákvæði er mjög heppilegt, þvi að landsstjórnin getur ekki eins vel og stjórn FiskiQelagsins vitað í hverju einstöku til- felli hvað við á, þar sem Fiskifjelagið á að vera gagnkunnugt í liverju fiskiveri. En sjerstaklega um styrk- og verðlauna- veitingar ætti það að fá svo mikið vald, að landsstjórnin veitti ekki styrk eða verð- laun öðrum en þeim, sem hefði eindregin meðmæli Qelagsins. Um styrk- og lánbeiðnir, sem lil þingsins koma á ári hverja, er hið sama að segja. Til þingsins rignir inn á ári hverju slíkum beiðnum. Þá er málinu oft- ast svo háttað, að allur þorri þingmanna hefur ekki hugmynd um hversu ábyggi- legt fyrirtækið er, og veit ef til vill ekki um, að það er til, fyr en hann sjer og heyrir hversu arðvænlegt og heillaríkt fyr- ir þjóðíjelagið það er, af skjölum þeim, sem beiðandinn lætur í tje. Það fer venju- legast mjög dult, að sá, sem fyrir fyrir- tækinu stendur ætli að fara slíks á leit við þingið, nema nokkrir þingmanna, sem annaðhvort eru vinir beiðandans, eða þeir, . 3. sem hann hefur getað gylt það fyrir, vita það. Svo þegar á þing kemnr, byrjar bar- daginn. Umsækjandi er viss um sigur, ef honum hefur tekist í upphafi að fá fremstu menn af báðum flokkum til þess að vinna fyrir málinu, en sjálfur er hann flokkleys- ingi á meðan. Þegar fram líður þingið fer fylgið að aukast drjúgum, því að þá taka hrossakaupin að verka svo um mun- ar. Og það gerir ekkert tíl, þótt ekki sje neitt til í landssjóðnum og ráðherra hafi lýst því }rfir, að það mundi ekki verða hægt að veita lánið, þótt það yrði samþykt á þinginu. Umsækjandi og málafiutnings- menn hans segja þá, að það sje mikill styrk- ur í því, að það verði samþykt alt að einu, þvi að það auki lánstraust handa fyrir- tækinu hjá bönkunum, vitandi þó að ein- mitt bankarnir þekkja fyrirtækið út og inn og hafa með öllu lokað sínum dyrum, en vissir um hitt, að sje lánsheimildinni komið inn í fjárlögin, að þá verði það lal- in skylda stjórnarinnar að veita lánið á meðan eyrir er til i landssjóðnum. Svona brask eins og það, sem að ofan er lýst, ætti að vera hægt að girða fyrir að miklum mun, ef það væri skylda, að hafa leitað álits Fiskifjelagsins, áður en til þingsins kemur, þegar farið væri fram á styrk eða lán til fyrirtækja, sem snerta sjávarútveg og sjávarafurðir, en þingið teldi ekki fært að sinna málaleitaninni, nema Fiskifjelagið legði eindregið með því. Þetta yki ábyrgð stjórnar fjelagsins, en hefti það, að þingmenn greiddu atkvæði ineð málinu ef þeir bæru ekki skyn á það. Við þannig lagað fyrirkomulag vinst ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. irg. Reykjavík. Marz 1912. Nr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.