Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 8
32
Æ G I R.
að varast, að netin sökkvi, því hann rekur
hana saman og ef svo torfurnar hitta netin,
eru næstum engin uppihöld er halda net-
tinum uppi. Það er ótrúlegt, esi það er
satt, að 20—30 mál hafa verið i einu neti.
Með síldinni gengur mikill ufsi, ekki
er hann eins stór og sá, er fæst heima.
Hann fiska skípverjar á færi meðan netin
liggja, oft ekki lengra en 3—5 faðma frá
öldustoknum. Mest fiska vjelamenn og
matsveinn meðan netin eru dregin inn.
í*á kemur svo mikið ar í sjóinn af sildar-
hreystri og sild, er dettur úr netunum, sem
ufsinn örfast við. Ufsinn er seldur þegar
í land er lcomið. í ár seldist hver ufsi frá
28—37 aura, og er það góður kaupbætir
ef vel gengur að draga hann. í vetur átli
það sjer stað, að vjelamenn höfðu upp til
500 kr. fyrir ufsa. Á gamlársdag var kom-
ið á land í Kristjanssund 1,000,000 — ein
miljón — ufsar, er virtir voru á 400,000
kr. Norðmenn herða hann og senda all
lil Afriku, eins og jeg hef áður á öðrum
stað sagt frá. Hvenær getum við hagnýtl
oss ofsann, sem er í stór-torfum í kringum
landið?
Meðferðin á síldinni og ufsanum er
lik og á öðrum fiski hjá Norðmönnum,
heldur slæm. þeir draga netin í hrúgu á
þilfarið. Hrista síldina svo ekki úr fyr en
á innleiðinni ef veður leifir, annars ekki
lyr en inn er komið. Engin skilrúm eru
á þilfarinu, svo að hún er mikið tröðkuð
og verður á allan máta fyrir miklu hnjaski,
sem als ekki gerir hana að álitlegri vöru.
Ufsinn er óslægður og oft ekki aðgerð-
ur fyr en eftir 1—2 sólarhringa. Ufsa-
kaupendur sækja hann vanalega um borð i
iiskibátana á sinábátum, og láta hann úr
þeim um horð i vjelabát, er flytur hann út
fyrir bæinn til herslu.
Má það undrun sæla hvað Norðmenn
eru góðir að fá verð fyrir vöru sína, ekki
betri útlits en hún er. Mun það mikið
gera að verkum, að þeir hafa duglega verzl-
unarerindreka er mæla vel með vöru þeirra
og óspart láta þá vita hvernig horfur eru
á markaðinum. Þá verður hægara að
haga seglum eftir vindi. Heima fyrir er
alt gert til að hafa sem glöggast yfirlit yfir
fiskimagnið livern dag, svo Ijettara verður
fyrir verzlunarerindsrekann að vita hversu
mikið vænta iná hvern dag.
Blöðin færa svo frjettirnar út um land-
ið, svo öllum er nokkurn veginn ljósl
hvernig sakir standa.
Hvenær verður það heima, að dönsltu
verzlunarerindsrekarnir senda oss daglega
símskeyti um verð á vörum okkar? Væri
ekki þörf á að við fengjum að vita uin
það við og við.
Skrifað síðast i janúar 1912.
Porgrimur Sveinsson.
Hrognmarkaöurinn í Prakklandi.
(Brot úr skýrslu norska konsúlsins
i Havre ,5/s. 1912.)
Eftir »Fiskets Gang«.
Hingað til hefur það næstum verið
trúarjátning að hrogn að miklum mun og
góð hrogn væri að eins liægt að fá í Nor-
egi. Þessi hefur verið skoðun manna í
Frakklandi bæði í blöðunum og opinber-
um skjölum, og engum hefur dottið í hug
að andmæla henni.
En i rauninni er, þvi miður, annað uppi
á teningnum ef að er gætt. Þjóðverjar og
Bretar hafa ekki verið á þeirri skoðun,
sein nú var grcind, um möguleikana að
keppa við norsk hrogn, og afleiðingarnar
hafa sýnt sig. Jeg hefi frá öllum hliðum
fengið ískyggileg tíðindi um, að Björgvinar-