Ægir - 01.03.1912, Blaðsíða 7
Æ G I R.
31
vikuna kom á land yfir 50.000 mál1) og
meðalverð var þá viku um 10 kr. málið,
svo að þá viku hefur fiskast fyrir um
500000 kr. Þeir bátar, er mestöfluðu, fengu
frá 2000—2700 mál yíir allan timann.
Meðalverð á síldinni var um 8 kr., svo
þeir hafa fiskað fyrir frá 16000—21600 kr.
Verðið á síldinni er mjög mismun-
andi. í haust voru fyrstu síldarmálin seld
fyrir 20 kr., en liún lækkaði fljótt. Það
vildi Ifka svo óheppilega til fyrir síldar-
seljendur, að fyrsta síldin kom á sunnu-
degi. Fóllc er þá dýrara, svo kaupandi
getur ekki gelið eins mikið fyrir hana þann
dag sem aðra daga. Sunnudaginn er fyrsta
sildin kom að nokkrum mun, var hún held-
ur ekki meir en 12 kr. fyrir málið. Næstu
daga á eftir lækkaði hún enn meira,
var þá 8—10 kr., en því verði hjelt hún
nokkurnveginn til jóla. Eftir jólin lækk-
aði hún enn nú meira, komst þá niður i
4 kr., en um miðjan janúar, er bátarnir
fækkuðu, hækkaði hún aftur upp í 6—9 kr.
Síldin er næstum eingöngu keypt til
útflutnings. Mest af henni er saltað og
sent til Sviþjóðar, en nokkuð af henni er
isað og sent til Hamborgar og Hull. Þeir,
er ísuðu, biðu mikinn skaða á fyrstu síld-
inni, er þeir sendu, en munu hafa náð sjer
niðri síðar. Aftur þeir, er söltuðu, imynda
jeg mjer að hafi borið meira úr býtum,
því mjög lítil sild var á markaðinum, er
síldarfiskiveiðarnar byrjuðu. Þá var t. d.
íslandssild alveg ófáanleg.
Mikill kostnaður fylgir þessari veiði.
Fyrst er það, að bátarnir verða að hafa
mikil net og svo fylgir henni alveg óheyri-
legt netatap. Stærslu bátarnir reka með
alt að 70 netum og 6vo niður eftir, eftir
stærð bátanna. Netin eru 60—70 álna
löng, 250—300 möskva djúp og kosta um
50—60 kr. Strengurinn er eins og gefur að
1) 1 mál er 150 lítrar.
skilja mjög mismunandi bæði eftir slærð
bátanna og hvort nota skal hann næst eða
fjærst bátnum. Strengur er jeg sá var 7
þumlungar í þvermál og svo nota þeir
kapal þar niður eftir. Um verðið get jeg
ekki sagt neitt með vissu, en eftir því sem
jeg komst næst hafa stærstu bátarnir hafl
streng er kostaði um 3500 kr. Tvo belgi
eða kagga verður að hafa á annaðhvort
net, eða belst hvert, og hver belgur koslar
um 3,50 kr. Svo kemur kaðall í uppihöld
á netunum; svo menn geta sjeð, að á
stærstu bátunum er reka með allt að 70
netum, kostar netalengdin allt að 8000 kr.
Nú kemur það oft fyrir, að bátarnir missa
altsaman, svo að vel útbúinn bátur verður
helst að hafa tvær netalengdir tilbúnar, að
minsta kosti net og belgi. Meira og minna
af strengnum fæst oftast aftur. Sem eðli-
legt er, hefur útvegsm. hjer vaxið þetta
netatjón í augum, svo nú tala þeir mikið
um að stofna ábyrgðarsjóð fyrir sildarnet.
Fiskimiðin eru 2—3 milur frá landi.
Bezt er að vera búinn að koma netunum
i sjóinn áður en dagur er af lofti, þvi síld-
in gengur mest i í ljósaskiftunum, en oft
eru netin sett í sjóinn alla nóttina, et seint
hefur gengið með að fá losað, eða mikið
er um síld. Netunum er sökt 15 faðma
niður í sjóinn. Á hverjum 2—3 tíma fresti
eru dregin 1—3 net, til að vita hvort sild
er komin í þau. Ef ekki eru hafðar ná-
kvæmar gælur á netunum er liætt við, að
þau söltkvi, — þvi síldarmergðin er mikil
— og þá stendur strengurinn upp og niður,
er þá enginn hægðarleikur að ná þeim
upp og mjög sjaldan það heppnist án þess
að missa meira eða minna af netunum, já,
jafnvel alt ef hittist á slæmt veður. Þrátt
fyrir alla varúð er notuð var, mistu h. u.
b. allir bátarnir meira og minna af netum
sínum. Nokkrir bátar mistu tvær neta-
lengdir. Þegar hvalur er með síldinni,
eins og átti sjer stað í vetur, er mjög vont