Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 8
20 ÆGIR máli voru, þá langar mig til að senda »Ægir« hjer með uppástungu umstryka- nöfn áttavitans, eru þau samin með að- sloð okkar orðhagasta manns, hr. land- læknis Guðm. Björnssonar. Til samanburðar hefi jeg setl átta- strykin eins og þau rættu að nefnast á íslensku, samkvæmt því, sem þau eru skammstöfuð hjá oss. Jeg hefi að eins tekið einn fjórðung áttvitans. Nöfnin verða þá þau sem sýnd eru á bls. 19. í uppástungunni (I) sjest að allir brots- hlutar eru táknaðir með teljaranum, en nefnaranum er slept. Það er gert vegna þess að nöfnin verða mikið ljettar i tali, áferðafegurri og styttri. Jeg geng að því vísu að sjómönnum falli ekki hið nýja orð »halt«, en rjett mun samt að veita þvi nægilega athygli, áður en þvi verður visað á bug. Jeg skal svo ekki fjölyrða meira um þetta mál nú, en jeg vænti þess að sjó- menn láti þetta mál til sin taka, ræði það með gætni og stillingu og láti i ljósi þau nöfn, sem þeim kann að finnast heppilegri en þau, sem hjer hafa verið nefnd. Reykjavik, 6. febr. 1914. Páll Halldórsson. Þótt ekki verði margir til þess, að fall- ast á uppástungu mína, að sjómenn læri nöfn áttavitans á ensku, er jeg þó svo mikill íslendingur, að væri jeg skipstjóri og ætti yfir skipshöfn að ráða, teldi jeg það sóma fyrir mig og land mitt, að há- setar mínir kynnu bæði áttavitann og nöfn á mörgu fleiru á ensku. Það er oft gagnlegt að kunna meira en sitt eigið mál og getur ekki orðið neinum til skammar; jeg hefi aldrei heyrt, að það yrði málahlöndun þótt sjómenn kynnu nöfn á ýmsum hlutum á skipum á fleiri málum en sínu eigin, enda er ekki hægt að gera málablöndun úr ensku orðun- um, þvi sjeu þau ekki rjett eru þau eigi notuð, því þar er farið eftir reglum, sem eigi er vikið frá. Hin afbökuðu dönsku orð og heiti um borð á skipum hjer, stafa ekki frá sjó- fræðiskenslubókum. íslendingar, sem ráðnir voru á fiskiveiðar yfir sumartím- ann á dönskum kaupförum, eins og áð- ur tiðkaðist, lærðu þessi orð, |þau kom- ust inn í sjómannamálið og eru þar enn. Þegar »Haabet«, »Spes« og »Meta« gengu frá Hafnarfirði, »Lovisa« frá Minni-Vog- um og »Björgvin« frá Brunnastöðum, voru hin sömu afbökuðu heiti á seglum og reiða og er þann dag i dag. Þá var hugmynd um stýrimannaskóla ekki kom- in, og kenslubækur í þeirri grein hafa engan hlut átt i þvi að búa til sjómanna- mál vort, sem svo margir fordæma. Sveinbjörn Egilsson. Skrá yfir islensk fiskiskip. í almanaki handa islenkum sjómönn- um er skrá yfir fiskiskipin islensku. Þegar slíkt er sett á prent, væri heppi- legra, að leita sjer fárra upplýsinga um skipin, sem á skránni eru. Vjer höfum ekki enn þá safnað sam- an gögnum i þá átt, en eftir minni vilj- um vjer leyfa oss að benda á fáein skip, sem alls eigi eiga þar að standa. í slikri hók og gagnlegri, sem almanakið'erfyrir sjómenn, er áriðandi að með rjett mál sje farið. Skipaskráin er leiðbeining eins og annað, sem þar er, en hún gerir meira ógagn en gagn sje hún röng.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.