Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 12
24 ÆGIR Aldiir Dokkurra íí botnvörpuskipa. Snorri Sturluson, (Pointer1), 83), bygð- ur árið 1900 í Hull af Cook Welton & Gemmel. Snorri Goði, (Canadian, 129), bygður 1907 í N.-Shields af Smith Dock & Co. Skallagrimur, (Gloria, 105), b)7gður 1907 í Selby af Cochrane & Son. Coot, strand., (Coot, 44), bygður 1892 i Glasgow af W. Hamilfon & Co. Seagull, Rauður, (Seagull, 77), bygður 1900 í Hull af Cook Welton & Gemmel. Mars (Marz, 77), bygður 1900 i Bever- ley, finst ekki hver bygði. Freyr, (Umbria, 55), bygður 1891 i Glasgow af Mackie & Thomson. Valur, (Northwold, 40), bygður 1907 i Beverley Cochrane & Cooper. Jón Forseli, (92), bygður 1907 i Bow- ling af Scott & Son. Earl Monmouth, (119), bygður 1906 i Selby af Cochrane & Son. (Ofanskráðu til skýringar skal tekið fiam, að fyrst er núverandi nafn skips- ins, en milli sviganna fyrv. heili þess og netto smálesta stærð). Þau skipin, sem ekki eru talin hjer eru ný skip; hafa eigi haft annað nafn en það er þau hafa nú. í enska fiski- manna almanakinu 1913 er öllum is- lenskum skipum ldpt burtu og er það i fyrsta sinn að það er gért. Hjer eru nú þegar komin svo mörg botnvörpuskip, að bráðnauðsynlegt er að fá skipin inn á sldpalistann aftur. Mun verða gjör gang- skör að þvi og reynt að fá Olsen i Grims- by, sem er útgefandi Almanaksins til þess að laga þetta og helst að hafa þar ís- land sjer, með sín skip. Æskilegt væri, að útgerðarmenn þeirra skipa er ekki eru hjer nefnd, vildu senda »Ægir« byggingarár og hver hafi bygt og hvar skip þeirra eru bygð, ásamt netto smálestum. Eins og sjest hjer að framan, er nafnið Marz skrifað með z, bendir það til þess að það þýði orustu- guðinn, en ekki mánuðinn mars, því þá mundi nafnið vera skrifað March. Sjómennska á eimskipum. Mig langar til, herra ritstjóri »Ægis«, að biðja yður svo vel gera og Ijá eftir- farandi línum rúm í nefndu blaði j'ðar; meining mín með þeim er að gefa ung- um sjómönnum litilfjörlegar leiðbeining- ar, þó jeg búist við að sumir gefl þeim lítinn gaum og aðrir ef til vill álita þær svo mikla fjarstæðu, að þær ekki sjeu þess verðar, að þær sjeu lesnar. Eins og yfirskriftin ber með sjer, er það fyrst um sinn að eins um sjómensku um borð í eimskipum serp jeg ætla að tala. Vanaleg vinna um borð. Þar sem nú á tímum frelsi ogjöfnuð- ur er fasfgróið i allar hugsanir, tilfinn- ingar og framkomu, er nauðsynlegt að koma þvi inn hjá ungdóminum, sjerstak- lega hjá unga sjómanninum að jafnframt þvi, sem það er óaðfinnanlegt, getur það þó stundum verið lítilsvirðandi og alls óþolandi fyrir unga stýrimenn og sjer- staklega fyrir unga skipstjóra, því eins og frelsi og jöfnuður hefir i nokkrum greinum útbreiðst nú á seinni tímum, er það óneitanlega í sjerstökum atriðum mannfjelags hætta. Hjer er ekki meining min að rita lær- dómsrikar greinar um það efni. Hver og einn verður að skapa sér hugmynd

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.