Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 5
ÆGIR 17 gagn, hvernig sem þaö er og úr hverju, en þó er það með einhverju sjerstöku lagi, þegar það er eitt af áhöldum fleyt- unnar. Ákvörðun þess er að halda stefni bátsins upp í sjó og vind og um leið stöðva bátinn, svo eigi reki langt. Með því má hvíla aðframkomna menn og bíða betra veðurs, leggja mótorbáta upp i vindinn, meðan verið er að gera við vjel sem eitthvað hefir orðið að, og með því má oft bjarga bát og lífi, þar sem að öðru leyti öll von var úti. Hugsum oss metaskál, sem hangir i 4 taugum, það kalla sjómenn aðhún hangi i »hanafæti«. Krækjum skálinni frá jafn- vægistönginni þannig, að taugarnar fylgi skálinni, reisum liana á rönd og bindum snæri i þær lykkjur, sem kræktar voru i endann á jafnvægisstönginni, þá höfum vjer hið besta sýnishorn af rekdufli. Það er því ferhyrntur flötur, sem þeg- ar það er noíað á að snúa fleti þessum að stefni bátsins. Það má vera alt úr trje en þyngja einn kant þess svo með járni eða öðr- um þyngslum, að hinn mótsetti kantur sjáist litið eitt upp úr sjónum, eða með öðrum orðum, hver svo sem þyngslin eru, þá á rekduflið að standa lóðrjett i sjónum. Um stærð þess, skal þess getið, að hálf breidd bátsins nnin svara til- gangi. — Að hafa það alt úr trje er mið- ur heppilegt, það er of þungt og verður örðugt að innbyrða, þegar búið er að nota það. Handhægt og Ijett rekdufl fæst best með því að smíða grind úrtrje og þenja góðan, sterkan segldúk yfir hana; best er að sniða dúkinn svo, að hann falli innan í grindina þegar búið er að falda hann, hafa göt á faldinum með hjer um bil 3—4 þuml. millibili, draga svo snæri i þessi göt og yfir grind- ina og þenja dúkinn þannig, en á þessa grind verður að seta svo mikinn þunga að hún sje lóðrjett í sjónum, þegar henni er slept. I hvert horn duflsins er borað gat og kaðall dreginn i og myndaður »hanafótur« og í hann er stjórafærinu fest, þegar þarf að nota duflið, þvi fleygt út, gefið eftir á stjórafærinu og ef sjór er mikill, væri ekki fjarri vegi, að festa einhversstaðar á það poka með lifur i; best er að gefa sem mest út af stjóra- færinu áður en því er fest á bátnum og vefja tuskum um hnífilinn undir því, svo síður sje hætt við að það núist í sundur. Báturinn liggur svo fyrir þessu rekdufli þannig, stefnið snýr upp i vind- inn og þar eð rekduflið gefur eftir, er síður hætta búin, að hann liggi undir áföllum. Hve nær á að nota rekduflið? Þegar eitthvað bilar í vjel á mótorbát og storm- ur er, þegar barningur virðist árangurs- laus og menn eru aðfram komnir af þreytu og vindur svo mikill, að eigi þolir segl, þegar búið er að ofhlaða bát af fiski og ráð þykir að hausa, þá á að nota það; en þar eð ómögulegt er á þurru landi, að segja eða ákveða, hve nær þetta eða hitt handlakið eigi að gera úti a sjó, þá verður að leggja það undir úrskurð og dóm hvers formanns, hve nær honum virðist ástæða til að nota þetta eða önnur tæki, sem hann hefir á bát sinum til þess að minka hættuna. Á smábálum hefir verið farlð yfir út- höfin og það heppnast. Allir, sem þær ferðir hafa farið, hafa haft rekdufl og á- litið það eitt af því þarfasta, er til ferð- arinnar þurfti, og það hefir ekki svikið þá. Ástæður til slíkra glæfraferða geta verið ýmsar, en ferð sú, sem Norðmað- urinn Andersen fór fyrir nokkrum árum yfir Atlantshafið við annan mann á opn- um bát, var gerð til þess að sýna mönn- um, hvað hjóða mætti norskum bát, þeg- ar sjómenska væri annarsvegar og hins

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.