Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 9
ÆGIR 21 v Skipið R. nr. 111 »Hafsteinn« eigandi Duusverslun, er sama skip og »Karo- Iína«, sem er sett m\ 19 og er eign Run- ólfs ólafssonar. »Kópanesið« G. K. nr. 10, fór upp í Keilisnes ásamt »Coot« G. K. nr. 310. Það mun hafa verið skömmu eftir n)7ár 1908. Munlítið vera eftir afþeim skipum. Ekki munum vjer betur, en þegar Knútskot við Gufunes var bygt upp, væri töluvert af braki úr »Sjöstjörnunni« G. Iv. nr. 14, eigandi Þórður læknir Thor- oddsen, brúkað í þá byggingu, enda er það sterkt hús. Hafi því einhver erindi um borð í »Sjöstjörnuna« þá er að fara að Knútskoti. Svo koma systurnar »Ane Mathilde« S. H. nr. 6 og »Guðrún« S. H. nr. 10. »Ane Mathilde« hefir í mörg ár legið á Eiðsgranda og mun vera orðin jarðföst, en »Guðrún« er við hlið hennar, en vart jarðföst enn. Þessi skip veit vist enginn upp á vist hver á. »Den Lille« S. H. nr. 7, er talinn eign Einars Markússonar, sömuleiðis »Ane Matthilde«, en hann mun ekki hafa átt þessi skip i nokkur ár. »Den Lille« er undir sömu fordæmingu og »Ane Malth.« og »Guðrún«; hann liggur í tjörn við Gufunes og mun vart komast á flot aft- ur ettir hirðingu að dæma. Ekki vitum vjer hvar »Yaldemar« G. K. nr. 20 er niður kominn, en um þessi upptöldu skip, er það áreiðanlega vist, að þau geta eigi heitið fiskiskip Islands lengur og ættu að strykast út úrAlman- akinu ásamt fleiri skipum, sem þar eru sett. Það lítur ekki út fyrir, að peninga- vandræði sjeu í þvi landi, þar sem heil hafskip eru látin grotna niður af van- hirðingu. Vjer gleymdum einu. »Velocity« G.K. nr. 24 hefir nú í 3 ár legið á botninum á Eiðsvik, sjást möstrin upp úr um fjöru og er það hið eina, sem bendir mönn- um á, að hjer sje eitt af fiskiskipum landsins árið 1914. Hvers vegna declination sólarinnar er eigi tekin með i almanaki handa íslensk- um fiskimönnum sldljum vjer ekki. Margt gagnlegt og gott er í bæklingn- um, og eiga þeir þökk skilið, sem hvatn- ingsmenn hafa verið lil þessarar byrjun- ar. Það má rifa niður alt, en synd væri að eyðileggja byrjunartilraun á nytsömu verki. Að bent sje á galla er sjálfsagt og sjálfsagt að leiðrjetta, sjeu þær bend- ingar rjettar og á rökum bygðar. »Ægir« mun færa lesendum sínum ýms góð ráð úr almanakinu, þar eð ó- vist er að það verði í höndum almenn- ings. Skrá yfir botnvörpuskip er keypt hafa verið til landsins og smíðuð hafa verið fyrir isl. fje. »Coot« kom fyrstur hjer til lands 1905, og var keyptur af bankastjóra Birni Kristjánssyni, Einari kaupmanni Þorgils- syni í Hafnarflrði, Indriða skipstjóra Gott- sveinssyni o. fl., hann fór upp í Keilis- nes nokkru eftir nýár 1908. »Seagull«. Það skip keyptu nokkrir menn i Reykjavik og utan Reýkjavíkur; gekk skipið til fiskjar part úr 2 árum, en hefir nú hin siðustu árin legið í Hafn- arfirði ónotað. Það mun hafa verið keypt frá Swansea í Wales. »Mars«. Það skip keyptu kaupmaður Jes Zimsen o. fleiri. Var það úr flota Pickerings og Haldane i Hull. Það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.