Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 10
22 ÆGIR kom hingað 1907. Úlgerðafjelagið er h/f. ísland. »Jón Forsetk. Smiðaður 1907 fyrir Alliancefjelagið hjer í bæ og fyrsta skip þess. »Snorra Sturluson« keypti h/f. P. I. Thorsteinsson & Co. 1907. »íslendingurinn«. Hann keypti útgerð- armaður Elías Stefánsson o. fl. Kom hingað 1908. Hvað þetta skip hefir heit- ið áður er oss ókunnugt, einnig árið sem það var bygt. »Valur«, Hann keyplu þeir Árni skip- stjórí Hannesson og kaupmaður Gunnar Einarsson hjer í Rvík. Það var árið 1908. Síðan komst skipið í höndur Millióna- fjelagsins og er nú nýskeð selt til Hafn- arfjarðar, útgerðarfjelagi einu nýstofnuðu; verður skipið hjer eftir kallað »Alpha«. »Freyr«. Hann keypti Sigfús kaupm. Bergmann í Hafnarfirði o. 11. 1908. Sið- ar varð hann eign hT. P. 1. Thorsteins- son & Co. og rak á land við Rauðará 20. okt. 1913. »Snorri goði«. Hlutafjelagið Draupnir keypti það skip frá Engl. veturinn 1911. »Skúli Fógeti«. Það skip ljet Alliance- fjelagið smíða i Englandi 1911; á þvi er skipstjóri hinn mikli fiskimaður Halldór Þorsteinsson. »Eggert ólafsson«. Það skip keypti konsúll Pjetur Ólafsson á Patreksfirði 1911; eru nú fleiri eigendur skipsins og gengur það til fiskjar frá Reykjavik. »Skallagrimur« hjet áður »Gloria« og mun hafa verið smiðaður handa danska Pjetri, hinum mesta fiskikongi Englands og munu margirkannast við manninn og nafnið hjer. Það skip keypti h/f Kveld- úlfur hjer i bæ 1912. »Baldur«. Það skip ljetu bræðurnir P. J. Thorsteinsson og Th. Thorsteinsson smíða á Englandi árið 1912. »Bragi«. Sömu menn Ijelu smiða hann sama ár. »Apríl«. Það skip Ijet h/f. »lsland« smiða (framkvæmdarstjóri Jes Zimsen) smiða á Englandi 1912. »Earl af Monmauth«. Isfirðingar keyptu það skip 1913. »Helgi Magri«. Það skip var keypt til Akureyrar 1913. Hvað það skip hjet áð- ur vitum vjer ekki, en æskilegt væri að fá að vita um það. Leiguskip hjer við land hafa verið und- anfarin ár: Thorsteinssons bræðurnir P. J. Th. & og Th. Th. höfðu 2. árið 1911. »Vale af Lennox«. »W. Wetherley«. Ellas Stefánsson o. 11. höfðu að leigu árið 1913, 2 skip. »W. Wetherley«. »Triumph«. »Garðar Landnemi« og »Great Admir- al« voru hjer um tíma og þá af ýmsuin taldir að vera islensk eign, en hvernig það var, vitum vjer eigi. Útdráttur úr fundarbókum Fiskideildarinnar »Framtíðin« á Eyrarbakka. Aðalfundur deildarinnar var haldinn á Eyrarbakka h. 17. janúar þ. á. Fund- arstjóri Tómas Vigfússon í Garðbæ, en skrifari Magnús Jónsson í Klausturhólum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.