Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 3
ÆGIR ræður. Kaupmaður Brynjólfur H. Bjarna- son bar upp svo hljóðandi tillögu: ytFundurinn ályktar að skora á landsstjórn- ina að beita ekki heimild laga nr. 32, 22. októ- ber 1912 um einkasöluheimild landsstjórnarinnar á steinolíu, jram yfir nœsta alpingi að sumri kom- andi, nema að Fiskijjelagi íslands sje veitt heim- ildin, og var sú tillaga samþykt. Erindreki Fiskifjelagsins Matth. Ólafs- son bar upp tillögu frá Fiskideild Dýra- fjarðar um kaðlasnúning og hampspuna og hljóðar tillagan svo: vFundurinn skorar á stjórn Fiskifjelagsins, að taka málið til rœkilegrar ihugunar, að hún leiti sjer upplýsinga um pað og leggi fyrir aðal- fund, skýrslu um málið ag tillögur til fram- kvœmda, ef hán kemsl að peirri niðurstöðu, að œskileg/ sje að pað kœmist í framkvœmd«. Yar sú tillaga samþykt. Ivand. Halldór Jónasson bar upp svo- hljóðandi tillögu: y>Með pví Fiskifjelagið álitur skort á sam- vinnu í viðskiftamálum landsins hið mesta tjón fyrir atvinnuvegi vora, felur pað stjórn sinni að beitast fyrir pví, i samráði við stjórn landbátn- aðarfjelags Islands, að haldið verði á nœsta vori eða sumri, sto/nping fyrir samband allra kaup- fjelaga, smjörsölu/jelaga. fisksölufjelaga ag ann- ara viðski/tafjelaga, er til eru á öllu landinuv. Tillaga þessi var samþykt roeð öllum greiddum atkvæðum. Er hjer var komið, hafði fundurinn staðið 5 klukkutíma og þar eð eigi lágu fleiri mál fyrir, var fundi slitið. Rekdufl. Sjóferðir við strendur íslands, eru bæði hættulegar og örðugar, viða langræði og sótt út á reginhaf. Fáir, sem ala aldur sinn á þurru landi geta ímyndað sjer hve mikið sjómenn verða að leggja á sig, bæði vökur, vos- búð og kulda og hversu mikið þrek oft útheimtist, til þess að koma skipi og aila heilu og höldnu til lands. Islend- ingar eru bestu sjómannsefni, og mundu eflaust teljast með hinum bestu sjómönn- um heimsins, ef þeir hefðu haft æfingu í þeirri grein, eins og aðrar siglingaþjóðir hafa. Margur kann að álíta þetta of mikið sagt, en jeg vil að eins benda á eitt dæmi þessu til sönnunar og það eru botnvörpuskipin. Það er ný aðferð fiski- veiða, með veiðarfærum og skipum sem lítt voru kunn hjer fyrir fáum árum. íslendingar eru á fáum árum búnir að sýna sig fremur þar, en flestar aðrar þjóðir, sem þann atvinnuveg reka — þar eru þeir eigi að eins sjómenn, þeir eru vikingar. Sama er að segja um þá sjómenn, sem stunda sjó á opnum bátum eða mótorbátum. Það eru hrein undur, bvernig þeir stundum komast að landi þegar rok skellur á, meðan þeir eru úti á djúpinu, og sjórinn virðist hverri fleytu ófær. Þar þarf oft á snarræði og þreki að halda, og fallegar værú sumarafsög- um þeim, ef sagðar væru af sjóferðum og hrakningum bátanna okkar, en slikar sögur eru ekki til, það þykir sjálfsagt að fleytan komist að landi og sje hún kom- in heim, þá getur ekkert sögulegt verið við það og máske eins heppilegt að alt það, er kemur fyrir á sjónum sje hulið myrkri, þeim, sem eiga að venjast því að sjá þá, er þeim þykir vænt um fara út á sjóinn á þessum skeljum i misjöfnu veðri og bíða þegar óveðrin geysa. íslenskir sjómenn eru miklu betur að sjer i bóklegum fræðum, en stjettarbræð- ur þeirra í öðrum löndum og þar eð það er svo, ættu þeir einnig að skara

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.