Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 11
ÆGIR 23 Á fundinum voru rædd ýms mál deild- arinnar, en þar eð timinn eigi leyfði, að ræða þau mál er kunnugt var að lægju fyrir ársfundinum i Reykjavík, var um- ræðum um þau frestað til 25. janúar og var þann dag haldinn fundur og eft- irfylgjandi mál tekin til meðferðar. — Fundarstjóri var hinn sami og á fyrra fundinum, skrifari Einar Jónsson. Um 100 fjelagsmenn mættir. Var þar rætt: 1. Steinolíumálið: Um það urðu miklar umræður, allarmál- inu hlyntar í þann veg, að deildin tæki þátt i olíukaupum Fiskifjelagsins. Þessi tillaga var samþ. í því með öllum atkvæðum: »Fundurinn álitur nauðsynlegt, að Fiski- fjelagið gæti náð upp steinolífarmi, og sam- þykkir að taka þátt í pöntuninni, með þeim skilmálum, að tunnurnar verði afhentar við’ takendum fullar, og að aðgengileg kjör fáist um flutning á henni til Eyrarbakka eða Þor- lákshafnar, og væntir þess, að stjórn Fiski- fjelags Islands, greiði fyrir flutnÍDgnum, og málinu yfir höfuð, á hvern hátt er hún sjer bestanc. 2. Um fiskimat: Var samþykt þessi tillaga með öllum at- kvæðum: »Fundurinn álítur að um málið þurfi að semja lög, og felur stjórn Fiskifjelagsins, að undirbúa málið fyrir næsta löggjafarþing«. 3. Sjúkraskýlisbygging fyrir sjómenn í Þorláks- höfn. Bjarni Eggertsson skýrði nauðsyn þessa máls, þar sem saman eru komnir í Þorlákshöfn full 400 manns á hverri vertíð nú orðið og i ekkert hús að venda með veika menn. Var það eindregið álit fundar- ins, að hin mesta nauðsyn væri á slíku húsi, og fól fundurinn í einu hljóði stjórn deildar- innar undirbúning málsins og frekari fram- kvæmdir. 4. Um björgun úr sjáfarháska var samþ. þessi tillaga: sFundurinn álítur, að af opinberu fje ætti að veita árlegan styrk, sem úthlutaður yrði til þeirra manna sem fremst standa í björgun manna og skipa 1 sjáfarháska, og sýnist rjett- ast að fjeð væri úthlutað eftir tillögum Fiski- .fjelags Islands. 5. Um skipströnd var samþykt þessi tillaga: »Fundurinn álítur að lög þyrfti að fást um þetta mál, og felur stjórn Fiskifjelagsins að undirbúa og athuga málið fyrirnæsta þing«. 6. Um selinn og útrýming hans var samþykt Þessi tillaga: »Fundurinn álítur að selurinn sje skað- ræðisdýr og eyðileggi miklu meira af fiski hjer með ströndunum og ánum austanfjalls, en gagnsemi þeirri nemur, sem einstakir sel- veiðendur hafa nú af veiðum hans«. 7. Um pöntun á alls konar veiðarfærum var samþykt þessi tillaga: »Fundurinn óskar þess að stjórn Fiski- fjelags Islands leitist eftir því, hvert fást mundi betrí kaup á alls konar veiðarfærum en nú fást, ef pantanir á þeim vörum kæmu til hennar í stórum stíl«. 8. Stjórn deildarinnar skýrði þá frá þvf, að stjórn [Fiskifjelags íslands, hefði á liðnu starfsári, verið samvinnu góð og leiðbein- andi, um alt, sem leitað hefði verið ráða til hennar um, og lýsti ánægju sinni og þakk- læti til hennar fyrir góða samvinnu. Kom þá fram svo hljóðandi tillaga: sFundurinn vottar stjórn Fiskifjelags ís- lands bestu þakkir fyrir góðar undirtektir um mál deildarinnar á liðnu ári, og fúsa sam- vinnu í hverju, sem hennar hefir verið leitað«. Tillagan var samþykt með öllum atkv. Fundarbók upplesin og samþykt. Fleira var ekki rætt og fundi slitið. Tómas Vigjússon, Einar Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.