Ægir - 01.02.1914, Blaðsíða 15
ÆGIR
27
vegur að eins 28 pund og má snúa á-
haldinu í þá átt er tysa skal upp, þótt
fótur þess sje fastur.
Hr. Nathan sýndi oss áhald þetta og
virðist það einkar heritugt, og rnundi
koma að bestu notum i veiðistöðum
landsins og ætti ekki að kosta hvern ein-
stakan mikið, þar sem styrkleiki Ijóssins
er svo mikill að það lýsir yfir stórt svæði;
mundi það fljótt borga sig, þar sem unn-
ið er i myrkri, bæði að því að fletja fisk
og að öðru. Það er hægt að hreinsa á-
haldið og er það góður kostur. Sem leið-
ar ljósí þröngum vörum mundi það ágætt.
Benzín er notað til lýsingarinnar og
mundi kosta hjer 3—4 aura á klukku-
stund fyrir 10,000 normal-kertaljós. Um
ílát það er benzínið er haft í, er svo vel
búið, að engin eld- eða sprengi-hætta
getur verið samfara notkun áhaldsins.
Stjórn Eimskipaljelagsins íslenska.
Af hálfu Vestur-íslend. voru kosnir þeir
yfirdómari Halldór Daníelsson og sam-
ábj'rgðarstjóri Jón Gunnarsson. Auk
þeirra voru þessir kosnir í aðalstjórn:
Sveinn Björnsson málafærslumaður.
Ólafur Johnson kaupmaður.
Eggert Claessen málafærslumaður.
Garðar Gislason kaupmaður.
Jón Björnssun kaupmaður.
E. Nielsen
skipstjóri á s/s »Sterling« er ráðinn
framkvæmdarstjóri Eimskipafjelags ís-
lands, og gat það val eigi fallið á betri
mann, hann er hygginn og gætinn mað-
ur, kunnur starfinu og hefir reynst ís-
lendingum hinn besti maður á ferðum
sínum hjer við land.
Vjelfræðingur Fiskifjelagsins
ól. Sveinss. fór til Eyrarbakka og Stokks-
eyrar 12. þ. m., til að leiðbeina mönn-
um í meðferð á mótorum; hann dvelur
þar til mánaðarmóta. í byrjun mars-
mánaðar er ráðgert, að hann fari til
Keflavikur og Voga, síðan suður i Garð
og að Sandgerði; mun hann verða á því
ferðalagi mest allan mánuðinn.
Mannslát.
Magnús Jónsson Austmann, ættaður
frá Austfjörðum, drukknaði síðastliðinn
októbermánuð suður á Spáni. Hann
st.undaði hjer sjó og var í sumar nr leið,
háseti á botnvörpuskipinu »Freyr«. —
Hann rjeðist síðan á norskt gufuskip, er
»Are« er nefnt, og fór með því til Spán-
ar. Um 25. okt. mun skipið hafa verið
í Taragona; þar fór Magnús sál. í land
eitt kveld með fjelögum sínum, þeir skil-
uðu sjer á skipið aftur, en Magnús kom
ekki. Nokkrum dögum síðar, um 30.
október, fanst hann dauður í skipakvínni,
mun hafa dottið i hana er hann ætlaði
út á skipið um kveldið og dimt hafði
verið. Hann var jarðaður þar. Magnús
heitinn var talinn besti drengur af þeim
er þektu hann, og sá, sem þetta skrifar,
spurði skipstjórann á »Are«, hvernig
honum líkaði við Magnús, sem þá hafði
unnið um borð í 3 vikur, svarið var:
»ágætlega, og ekki líður langt þangað til
hann, er besti háseti minn«.
Brlendis
Síld veidd með botnvörpum.
Hinn 22. janúar s. 1. var fundur hald-
inn í Lundúnum til þess að ræða og
komast að einhverri niðurstöðu um, hvort
þessi veiðiaðferð væri heppileg eða eigi.
A fundinum voru mættir fulltrúar frá