Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 3

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 3
Æ GIR MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 8. árg. Reykjavík. Jan. 1915. Árið 1914. Aflabrögð voru yfirleitt góð á árinu. Er þar þá einkum átt við botnvörpunga- veiðarnar. Vetrarvertíð var i fullkomnu meðallagi; vorvertíð aftur á móti slitr- óttari, en þá er einkum fiskað á boln- vörpungunum austur við Hvalbak. Sum- arið er altaf dauður tími fyrir botnvörp- ungana, en þeir af þeim, sem til síld- veiða fóru, fiskuðu óvenjuiega vel. Þegar lára átti að fiska í ís aftur í ágústmán- uði, þá var stríðið byrjað. Sumir botn- vörpungarnir föru þá eina ferð til Eng- lands með afla, en sumir fóru alls ekki. Einn fórst á þeim ferðum á sprengidufli. Aftur hafa tveir farið að mestu óslitið með afla til Englands, og einstöku liafa farið ferð og ferð á stangli. Sala þar hefur verið með hesta móti, einkum siðan fór að vetra. Um tíma lágu margir af botnvörpungunum um kyrt hjer, en siðan i nóvember hafa flestir verið á veiðum og flestir þeirra saltað aflann, og hafa þeir aflað vel, eftir því sem um er að gjöra á þeim tíma árs. Ef hindran- irnar af stríðinu hefðu ekki komið fyrir síðari hluta ársins, þá hefði þetta verið eitt af bestu afla-árum, vegna þess, að fiskur er í óvanalega háu verði, bæði saltfiskur og ísfiskur. Á þilskipin var heldur rýr vetrarafli og vorið slæmt, en sumarið, eftir Jóus- Nr. I. messu, gott, svo að fyrir þilskipin er árið meðalár i heild sinni. Báta-afli var í góðu meðallagi sunnan- iands, en rýr vestanlands. Um tíma af sumrinu var ágælur háta-aíli norðanlands. Við ársbyrjun 1915 er útlit nokkuð annað. Farmgjald er nú þegar orðið svo hátt, að til vandræða horíir, salt og kol er hjer aí skornum skamti, og fáist það flutt hingað lil lands, miin það verða mjög dýrt, og auk þess er nú liannað að nokkur útlendur hotnvörpungur megi koma á enska höfn eftir 1. febrúar. Fyrir sjávarútveginn eru þvi horfur hinar verstu, en vonandi er að úr þessum ósköpurn greiðist brátt. Skýrsla til F i s k i f j e 1 a g s í s 1 a n d s fyrir árið 1914 frá Matth. Ólafssyni. í ársfjórðungsskýrslum mínum hefijeg getið ferða þeirra, er jeg hefi farið á árinu. Eru skýrslur þessar prentaðar í »Ægi« siðastliðið ár á bls. 50, 79 og 125. Fyrir síðasta ársfjórðung hef jeg enga skýrslu sent Fiskifjelaginu, enda ferðað-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.