Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 5

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 5
ÆGIR 3 Þá er að minnast á ástand það, sem sjávarútvegur vor er nú í, og að siðustu, að benda á, hvað tiltækilegast mundi vera honum til viðreisnar og stuðnings. En áður en jeg fer að lýsa sjávarútvegi vorum, eins og mjer hefur komið hann fyrir sjónir, ætla jeg að setja fram þá spurningu : Stefnir litvegur vor í rjetta átt ? Margir lialda þvi fram, að vjelabáta- útvegur vor sje ekki annað en víxlspor, sem vjer hefðum átt að hlaupa yíir og laka botnvörpungana í þeirra stað. Vjer hefðum átt að verja því ije, sem varið hefur verið til vjelabátakaupa, til þess að kaupa góð botnvörpuskip, og hefðum vjer þá átt álitlegan flota. Satt er það að vísu, að allmarga botn- vörpunga hefði mátt kaupa fyrir það fje, sem borgað hefur verið fyrir alla vjela- báta landsins, en vafasamara er hitt, hvort velmegun hefði verið nokkru almennari, þótt svo hefði verið gjört; og það er einmitt almennn velmegunin, sem vjer þráum. Mín skoðun er það, að vjelabátar, sem fást fyrir verð eins hotnvörpuskips, geii miklu meiri atvinnu en það, og jafnvel eins mikinn beinan hag eigendunum, ef ekki gengur því ver. Því fleiri sjómenn sem eiga íleytuna sína, því meiri likindi eru til þess, að útvegurinn geti fætt þá. Ekki kæmist mikið af öllum þeim mann- fjölda, sem nú hefur atvinnu á vjela- bátunum, á botnvörpuskip, sem fengist fyrir verð þeirra, og af hverju ættu þá hinir að lifa ? Jeg er í engum vafa um, að vjelabáta- útvegurinn er spor í rjetta átt. Annað mál er það, hvort það spor hefði eigi getað verið happadrýgra, en það hefur reynst. Sem dæmi iná benda á það, að fyrstu vélabátarnir, sem keyptir voru híngað til landsins, voru allir of litlir, og hafa auk þess reynst ljelegir að smíði og efni. En þess er að gæta, að þá voru eigi margir menn hjer á landi, sem feng- ust við bátasmíði, og enginn vegur til þess að þeir gætu fullnægt þörfum lands- manna i byrjuninni, og landsmönnum óx í augum, að kaupa stærri báta frá útlöndum en þá, er ílytja málti með milliferðaskipunum. Mjög margir ljetu þá setja vjelar í róðrarbáta þá, sem þeir áttu, en það reyndist sjaldan vel. Bát- arnir voru illa til þess fallnir, og of veikir fyrir vjelarnar. Ókunnugleikinn á með- ferð vjelanna var og orsök til þess, að þær skemdust fljótar en ella hefði þurft eð vera, enda voru þær þá á tilrauna- skeiði, og mun ófullkomnari en þær eru nú. En það eilt er víst, að hefði vjelabáta- útvegurinn eigi hafist hjer um það leyti sem hann gerði, þá hefði fólk orðið að llýja burlu úr sumum veiðistöðum, því svo mátli heita, að þar væri með öllu hætt að fiskast á róðrarbátana. Nú eru með hverju ári fengnir stærri og traustari bátar, og er það vel farið, að margir þeirra eru bygðir hjer á landi, og slanda hinum útlendu bátum ekki í neinu að baki. Mikið er þó enn eftir af óhæfilega lill- um bátum, en þeim fækkar þó smám saman, því af þeim eru víst engir keyptir hin síðari ár. Bátarnir þurfa að vera vel sterkir og úr góðu efni, og svo stórir, að fara megi á þeim kringum landið. Ætti als ekki að veita lán úr Fiski- veiðasjóði íslands til kaupa á vjelabátum er væri undir 15 smálestum að slærð. Það, sem einkum er því til fyrirstöðu, að bátarnir stækki, er hafnaleysið á land- inu. Þar, sem ekki er hægt að láta bát- ana liggja á floli, er ekki mögulegl að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.