Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1915, Blaðsíða 7
ÆGIR; 5 stunda fiskiveiðax- utan landsfjórðungsins á vjelabátum. Þannig gjörði Gisli kaup- maður Hjálmarsson út 2 eða 3 vjelabáta frá Njarðvíkum síðastliðinn vetur, en eigi er mjer kunnugt um hver árangur hefur oi’ðið af þeirri útgjörð. En lofs- verður dugnaður er það, að leita fanga svo langt frá, og væri óskandi, að hann hefði eigi skaðast á þvi fyrirtæki, svo að áframhald yrði á þeirri útgjörð og fleiri bættust við. Aðal-veiðitíminn á Austfjöi’ðum hefst í maimánuði, og stendur yfir til septem- bei'loka eða jafnvel lengur. Eigi hafa Austfirðingar nóg fólk á út- veg sinn, og fá þeir jafnan fólk að úr öðrum landsfjórðungum, bæði karlmenn, til að stunda fiskiveiðarnai’, og kvenfólk til að hirða afiann. Verður þeirn það fólk alldýrt, og hefur hagur af útgjörð- inni sjaldan oi’ðið mikill hin síðari ár. Þó græddu menn alment á henni sum- arið 1913, og svo mundi hafa orðið í ár ef Noi’ðurálfuófriðurinn eigi hefði truflað allar framkvæmdir þar, jafnvel meir en nokkurs annars staðar á landinu. Það hygg jeg, að útgjörðarmenn á Austui’landi sjeu óhæfilega bundnir kaup- mönnum, og eigi meit’ en svo sjálfráðir með útveg sinn. Sumstaðar er vjelabáta- útvegui’inn þvi nær eingöngu i höndurn kaupmanna. íshús og frystihús eru þar á flestum eða öllum fjöi'ðum, en mjög eru þau misjöfn að byggingu, og eklcert sá jeg eins gott og þau bestu á Vestui’landi. Eitt af þvi, sem rnjög dregur úr hag á vjelabátaútveg á Austfjöi’ðum er hin afar- langa innsigling á hverjum degi. Bát- arnir eru svo litlir, all-flestir, að menn geta ekki búið i þeim, nje gjört að fiski og beitt lóðir á þeim. Þeir eyða þvi afskaplega mikilli oliu, og missa mikinn afla við það, að hafa eígi stærri báta. Á Austfjörðnm gjöi’a fiskimennirnir ekkert annað en að fara á sjóinn. Þeir gjöra ekki að aflanum og beita elcki lóðina. Til þess þai’f útgerðai'maðui’inn annað fóllt, og verður þvi útgerðin ó- hæfilega dýr. Best væri, auðvitað, að bátarnir væri svo stói’ir, að skipshöfnin gæti hafst við í þeirn og athafnað sig á þeim, beitt lóðina, gjöi’t að fiskinum og saltað hann niður í bátinn, þar til hann væri full- fermdur og sigldi þá til lands til að af- ferma. Á þann hátt mundi sparast mikil olía, meiri afli nást og siðast en ekki síst, fiskurinn verða miklum mun betri vara. Þá mundi og heppilegra, að i'áða há- setana upp á hlut úr aflanum. Þegar verulega vel gengur mundi að vísu eigi græðast eins mikið og með þvi fyrir- komulagi sem nú er, en í meðalárum og þegar enn miður gengur mundi það útgerðinni hagur og aldrei eins mikil áhætta. Manntjón á vjelabátum er fremur fá- titt á Austurlandi, enda stunda þeir mesl sjó að sumrinu. Á Vestmannaeyjum eru jafn-stærstir vjelabátar bjer á landi, enda er þess öll þörf, þvi Eyjamenn eru sægarpar miklir. Eigi mun útvegurinn hafa gefið þar góðan arð yfirleitt. Veldur því hinn afar- mikli kostnaður, sem á útgerðinni hvilir og veiðarfæratapið, sem er afar-mikið og meira en dæmi sje tíl annarstaðar á landinu, og er það þó viðast of mikið. Veldur því að nokkru leyti afar hörð sjósókn, en með lram og ekki hvað sisl kæruleysi. Er það i almæli, að Eyja- menn spilli mjög veiðarfærum hverjir fyrir öðrum og mun, því miður, nokkuð hæft í þvi. Á Vcstmannaeyjum er því nær ein- göngu notuð lóð til liskiveiða. Þó voru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.